29. janúar 2016
Ég fékk nokkuð skemmtilegan lista sendann frá vinkonu minni, sem er ensk að uppruna þótt hún búi nú í Suður-Afríku. Listinn er samantekt á matarvenjum í Englandi á sjötta áratug síðustu aldar. Hægt er að sjá samsvörun milli mataræðis þar og þess sem var hér á landi á þeim áratug. Mér fannst hann nokkuð skemmtilegur og ákvað að deila honum hér, en listinn er svona:
- Pasta var ekki borðað í Englandi.
- Curry var eftirnafn.
- Take-away var heiti á stræðfræðilegu úrlausnarefni.
- Pizza var eitthvað sem hafði að gera með skakkan turn.
- Allar kartöfluflögur voru eins; eina valið var á milli þess hvort á þær væru saltaðar eða ekki.
- Hrísgrjón voru bara borðuð sem grjónagrautur.
- Calamari var kallaður smokkfiskur og við notuðum hann sem beitu við fiskveiðar.
- Big Mac var eitthvð sem við gengum í þegar rigndi. (Í Englandi voru regnkápur í þá daga kallaðar Macintosh).
- Brúnt brauð var eitthvað sem einungis þeir fátæku borðuðu.
- Olía var notuð til að smyrja með, fita var notuð við eldamennsku.
- Te var lagað í tekatli úr telaufum og þau voru aldrei græn.
- Sykur naut virðingar í þá daga og á hann var litið sem hvítt gull. Molasykur þótti smart.
- Fiskur var ekki með fingur í þá daga.
- Það kallaðist fátækt að borða hráan fisk, ekki sushi.
- Ekkert okkar hafði heyrt um jógúrt.
- Heilbrigður matur samanstóð af öllu sem ætt var.
- Fólk sem ekki skrældi kartöflurnar var talið latt.
- Indverskir veitingastaðir voru bara á Indlandi.
- Eldun utandyra kallaðist útilega.
- Ekki var litið á þang sem viðurkennda fæðu.
- Kebab var ekki einu sinni orð, hvað þá fæða.
- Sveskjur voru taldar gott hægðalyf.
- Það kann að koma á óvart, en músli var þegar á markaðnum. Það kallaðist nautgripafóður.
- Vatn kom úr krananum. Ef einhver hefði stungið upp á því að setja það á flöskur og rukka meira fyrir það en bensín, hefði verið gert grín að honum!
- Það eina sem aldrei var á borðum hjá okkur á sjötta áratugnum voru olnbogar eða símar!!!
Nú til dags situr fólk ekki einu sinni við borð þegar það borðar!