Eitt það dásamlegasta við líkama okkar er geta hans til að endurnýja og gera við sjálfan sig. Manstu eftir öllum skurðunum og skrámunum sem þú fékkst sem barn, ryðgaða naglanum sem þú steigst á og fór upp í gegnum sólana á skónum og upp í il. Fótbrotið sem þú fékkst þegar þú hjólaðir á steingirðingu og svo ótal margt annað sem líkaminn endurnýjaði og gerði við.
Hjá okkur sem börnum var líkaminn sterkur og hafði hvorki verið útsettur fyrir miklu af aukaefnum í mat, né þeirri mengun sem fylgt hefur síðari árin. Hann var fljótur að gera við sig.
LÍKAMINN ÞARF HVÍLD TIL AÐ GETA GERT VIÐ SIG
Líkaminn býr enn yfir endurnýjandi eiginleikum sínum, en til að geta nýtt þá þarf hann hvíld frá hvers konar áreiti. Í bókinni Læknisdómar alþýðunnar, sem skrifuð var árið 1962 en kom út hér á landi árið 1970, fjallaði höfundurinn D.C. Jarvis meðal annars um hegðun dýra þegar þau væru veik. Þá vildu þau bara liggja, hvíla sig og drekka vatn en forðast aðra næringu.
Með hvíldinni minnkaði álagið á öll kerfi líkamans hjá þeim og þá gat hann unnið að viðgerðum.
Það sama á við um mannslíkamann. Þegar dregið er úr neyslu og ákveðnar fæðutegundir nýttar til að veita líkamanum færi á að endurnýja sig og gera við sig, verður bati. Þess vegna virka hreinsikúrar yfirleitt vel, vegna þess að þeir draga úr álagi á líkamann.
ÞEGAR EITTHVAÐ VIRKAR VEL
Ég hef í meira en þrjátíu ár haldið námskeið sem fjalla um mataræði og náttúrulegar leiðir til að styrkja líkamann og hjálpa honum að gera við sig. Það námskeið sem hefur haldið jöfnum vinsældum hvað lengst er HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn sem rúmlega 2.100 manns hafa sótt hingað til enda skilar kúrinn frábærum árangri.
Inn í þau námskeið hef ég blandað upplýsingum úr Blóðflokkamataræðinu. Ef þú ert að takast á við heilsufarsvandamál eftir jólahátíðina, eru allar líkur á að sú fæða sem þú hefur neytt undanfarið sé að valda þér vandamálum og ekki að samþýðast blóðflokknum þínum. Þá er góður tími til að fara í hreinsun.
ER HREINSIKÚRINN FYRIR MIG?
Hreinsikúrinn er fyrir alla, bæði konur og karla og hefur skilað frábærum árangri, allt frá unglingum og upp til elsta þáttakandans sem var yfir nírætt. Mörgum sem taka þátt í honum finnst reyndar að ekkert sé að hjá þeim fyrr en þeir fylla út Heilsufarslistann, sem er eitt af námsgögnunum. Þá kemur í ljós að það er ýmislegt sem betur mætti fara.
Helstu heilsufarseinkenni sem hverfa:
HVORKI SVELTI- NÉ SAFAKÚR
Það góða við HREINT MATARÆÐI er að hreinsikúrinn byggist hvorki á því að þú sveltir þig, né því að þú drekkir bara safa. Þú mátt borða þig sadda/-n af því sem ekki er á FORÐIST LISTANUM, í þremur máltíðum á dag með einhverju leyfilegu millimáli. Uppskriftir af ýmsum réttum og leyfilegu millimáli eru hluti af námsgögnunum.
Fyrsta námskeið ársins 2022 hefst með fyrirlestri þann 6. janúar og í framhaldi af því taka við 24 dagar, þar sem unnið er að hvíld og hreinsun, svo líkaminn fái tækifæri til að endurnýja sig.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Nánari upplýsingar á: www.gudrunbergmann.is