Guðrún Bergmann - haus
16. september 2024

Tunglmyrkvi og fullt Ofurtungl

Full moon-piscesVæntanlega hafa flestir notið þess að orkan um helgina var sérlega vinsamleg öllum félagslegum samskiptum vegna afstöðu á milli Júpiters og Venusar, en Venus var þá á 20 gráðum í sínu eigin merki, sem er Vogin og Júpiter á 20 gráðum í Tvíburum. Skoðið í hvaða húsi þessar plánetur lentu í fæðingarkortum ykkar, vegna þess að afstöðinni fylgir oft velgengni af einhverju tagi. Kortið sem fylgir þessum skýringum er gert fyrir Reykjavík, svo það á að vera auðvelt að vinna út frá því.

TUNGLMYRKVINN

Aðfaranótt miðvikudagsins 18. september klukkan 02:34 verður Tunglið fullt hér á landi. Þetta er Ofurmáni og um svipað leiti verður deildarmyrkvi á Tunglinu í hámarki. Tunglið verður á 25 gráðum í Fiskunum og eins og alltaf á fullu Tungli er Sólin í 180 gráðu spennuafstöðu við Tunglið á 25 gráðum í Meyju. Áhrifa frá Tungl- og Sólmyrkvum fer yfirleitt að gæta um það bil mánuði áður en þeir verða og afleiðingar þeirra vara oft í allt að sex mánuði eftir að þeir verða. Þetta er því áhrifamikill myrkvi, þótt hann sé bara hlutamyrkvi.

VARANLEGAR BREYTINGAR

Eini almyrkvinn á þessu ári varð þann 8. apríl síðastliðinn en það var Sólmyrkvi, en þótt þessi myrkvi á Tunglinu núna sé bara deildarmyrkvi þá er þetta Ofurtungl. Þegar um myrkva er að ræða eru alltaf sterkar líkur á jarðskjálftum, jafnvel enn frekar núna þar sem um Ofurtungl er að ræða, svo þetta verður öflugur  myrkvi.

Myrkvar marka alltaf einhverja hápunkta og þeim fylgja yfirleitt varanlegar breytingar, einkum og sér í langi núna þar sem Tunglið er í Fiskum, en Fiskarnir eru síðasta merkið í stjörnumerkjahringnum, svo tákn um endalok eru enn öflugri þess vegna.

Síðustu myrkvar í Meyju og Fiskum voru á tímabilinu frá mars 2016 og fram til febrúar árið 2017, svo það er gott að rifja upp hvað var að gerast þá, því það gæti gefið einhverja hugmynd um hvers er að vænta núna.

HEILSUÖXULLINN

Þar sem Sólin er í Meyju og Tunglið í Fiskum á þessu fulla Tungli, er þessi öxull mjög tengdur heilsu, ekki síst vegna þess að Tunglið er í samstöðu við Neptúnus á 28 gráðum í Fiskum. Neptúnus stjórnar Fiskunum og bæði Neptúnus og Fiskarnir tengjast ónæmiskerfi líkamans og sogæðakerfi hans.

Meyjan tengist hreinsun og afeitrun og er mjög tengd þörmunum og örveruflóru þeirra. Neptúnus og Fiskarnir eru mjög tengdir eitrun, annað hvort í okkur sjálfum eða eitrun í vatni eða höfum. Fullt Tungl getur líka tengst flóðum, því þar sem um Ofurtungl er að ræða er togkraftur Tunglsins mun meiri en vanalega á fullu Tungli.

Neptúnus og Fiskarnir eru líka mjög tengdir fjölmiðlum og öllum tálsýnum, svikum og lygum, sem þar kunna að vera. Þetta Ofurtungl er líka mjög nærri Jörðu, svo það kemur til með að skína mjög skæru ljósi á allt það sem fjallað hefur verið um hér að framan.

Kort-F.T.18.09.24

HEILUN MIKILVÆG

Hvers konar heilun er mjög mikilvæg á þessu tímabili, einkum heilun á öruveruflóru þarmanna, auk þess sem hugleiðsla, tónlist og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir líkamann.

Andlegt næmi getur líka aukist mjög á þessu tímabili, því við þurfum að fara að sjá okkur sjálf sem andlegar verur og tengjast meira innsæi okkar og draumum, en það má meðal annars gera með því að halda draumadagbók.

NORÐURNÓÐAN

Norðurnóðan, sem táknar sameiginlega framtíð mannkyns, er enn í Hrútnum, en fer yfir í Fiskana í janúar á næsta ári. Suðurnóðan, sem almennt er ekki teiknuð inn á stjörnukortin er alltaf í 180 gráðu spennuandstöðu við Norðurnóðuna, svo hún kemur þá til með að fara úr Voginni og yfir í Meyjuna, því nóðurnar eru alltaf á milli andstæðra merkja.

Norðurnóðan er á sex gráðum í Hrút í samstöðu við dvergplánetuna Salacia sem er á tíu gráðum í Hrút. Pláentan Salacia er nefnd eftir eiginkonu Neptúnusar, en hún býr yfir hafmeyjuorku og tengist ljósinu sem merlar á yfirborði sjávar frá Tungli og Sól.

Í raun mynda Salacia og Norðurnóðan í Hrút og Suðurnóðan í samstöðu við dvergplánetuna MakeMake og svo Mars í Krabba og dvergplánetan Ceres í Steingeit Kardinála kross eða stóran ferning í kortinu, þótt hann sé ekki teiknaður inn á það.

Hann getur tengst mjög uppskeru í heiminum og því að víða hefur hún og önnur fæðuframleiðsla orðið fyrir áföllum, meðal annars vegna öfgafulls veðurs. Það getur leitt til reiði, því Mars er í Krabbba og Krabbinn snýst um að sjá um aðra og næra þá – hvort sem sú næring tengist tilfinningalegri næringu eða annarri næringu.

MARS Í KRABBA

Mars tekur um það bil tvö ár í að fara einn hring um sporbaug sinn og er þá í svona sex til sjö vikur í hverju merki fyrir sig. Nú er hann í Krabba og verður þar og í Ljóninu, þar sem hann fer upp að sex gráðum, í næstum átta mánuði. Þetta telst ótrúlega langur tími miðað við það sem hefur hingað til verið eðlilegt.

Kíkið því endilega á hvar Krabbinn er í kortum ykkar og hvaða húsum hann tengist, en Krabbinn og Ljónið gætu tengst fleiru en einu húsi. Sjá nánar í greininni TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANNA. Þetta svæði í kortum ykkar mun verða mjög virkt næstu átta mánuðina.

Mars fór inn í Krabbann þann 4. september. Þann 4. nóvember mun hann fara aðeins inn í Ljónið eða upp á sjöttu gráðu, uns hann breytir um stefnu og fer afturábak þann 6. desember og verður kominn aftur inn í Krabbann þann 6. Janúar og verður þar fram til 18. apríl.

Þann 5. nóvember verða forsetakosningar í Bandaríkjunum, þann 6. desember eru líkur á að þær kosningar verði staðfestar og þann 6. janúar er hefð fyrir því að nýr forseti taki við völdum. Afstaða Mars í Krabba gæti haft einhver áhrif á þetta ferli.

TÁKNMYND MARS Í KRABBA

Fólk sem er með Mars í Krabba í fæðingarkortum sínum er líklegt til að lenda í kringumstæðum þar sem mikið er um árásargirni eða fjandskap á heimilinu í æsku. Barn sem er með Mars í Krabba er því mjög vart um sig og ef það upplifir einhverja árás eða fjandskap sem beita á það eða einhverja sem það elskar, liggur við að það lemji áður en það verður lamið. Eðlishvöt þess er að verja fjölskylduna og þá sem það elskar. 

Þeir sem eru með Mars í Krabba í fæðingarkortum sínum eru líka líklegir til að sækja í herþjónustu, því þeir vilja verja heimaland sitt. Þeir þurfa samt að gæta sín, því þeir geta gert árás, áður en gerð er árás á þá, því þeir ímynda sér kannski meiri fjandskap er til staðar er.

Hvar sem þessi afstaða lendir í fæðingarkortum ykkar og virkjast er líklegt að upp komi tímabil á næstunni þar sem sterk verndandi eðlishvöt lætur á sér bera.

MERKÚR Í SAMSTÖÐU VIÐ ORCUS

Merkúr á fjórtán gráðum í Meyju er í samstöðu við dvergplánetuna Orcus á sextán gráðum í Meyju. Plánetan Orcus er nefnd eftir Etrúískum guði, sem tók þá sem brutu helga eiða og helg lög niður í undirheimana og refsar þeim. Líklegt er að þau brot núna tengist heilsumálum, þar sem pláneturnar eru í Meyju. Báðar pláneturnar eru í hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Satúrnus.

Merkúr er á fínum stað í Meyjunni, því hann vill tryggja að staðreyndir séu réttar og nákvæmar og negla niður sannleikann. Hindrunin gæti hins vegar falist í því að Fiskarnir geta breitt þoku yfir hlutina, svo við fáum ekki fram þann skýrleika sem Meyjan leitar eftir.

SATÚRNUS OG JÚPITER

Satúrnus í Fiskum er í níutíu gráðu spennuafstöðu við Júpiter í Tvíburum, en sú afstaða á milli plánetanna verður meira og minna virk allt fram í júní á næsta ári. Afstaðan var nákvæm á nýja Tunglinu í Meyju þann 3. september og verður svo aftur nákvæm 24. desember og þann 15. júní á næsta ári.

Þessi afstaða getur tengst lögum og lögmæti ýmissa fyrirtækja og stofnana sem stjórna að ofan og niður, því Júpiter tengist lögum og sannleikanum. Þar sem Júpiter er í Tvíburum er líklegt að einhver sannleikur komi í ljós í gegnum samfélagsmiðlana.

Vegna níutíu gráðu spennuafstöðunnar við Satúrnus er líka inni í myndinni að settar verði einhverjar reglur sem takmarka og hefta tjáningarfrelsið – en líklegt er að framundan snúist málin mikið um tjáningarfrelsi og mannréttindi

Það er ekki síst vegna þess að Plútó fer aftur inn í Vatnsberann þann 19. nóvember og verður þar næstu tuttugu árin. Sögulega séð hefur oft verið um frelsisskerðingar að ræða á meðan Plútó hefur verið í Steingeitinni, einkum þegar hann er á síðustu gráðunum þar. Plútó var einmitt þar árið 1525, þegar fyrstu afrísku þrælarnir komu til Bandaríkjanna. Plútó var hins vegar í Vatnsbera árið 1792 þegar þrælahald var afnumið í Virginíu, fyrst ríkja í Bandaríkjunum.

SATÚRNUS, JÚPITER OG FRAMTÍÐIN

Spennuafstaðan á milli Júpiters og Satúrnusar snýst mikið um útþenslu framtíðarinnar, togstreituna milli hins gamla og hins unga vegna þess að Tvíburarnir eru mjög tengdir æskunni, á meðan Satúrnus er tengdur Krónos, sem ræður yfir gamla tímanum.

Á þessum Tunglmyrkva verður Júpiter reyndar í T-spennuafstöðu við Tunglið á tuttugu og fimm gráðum í Fiskum og Sólina á tuttugu og fimm gráðum í Meyju – sem bæði eru í níutíu gráðu spennuafstöðu við Júpiter. Júpiter fylgir þörf fólks til að segja meiningu sína og Júpiter mun magna slíkt upp úti um allt, einkum á samfélagsmiðlunum.

Tvíburinn hefur tilhneigingu til að vera of sannfærður í því sem hann er að segja. Því er gott að vera orðvar, þar sem það eru mörg lög ýmissa þátta í hverju máli. Því er gott að vera viss í sinni sök þegar menn tjá sig. Leggja sig fram um að beita ekki dómhörku, því það leiðir til aðskilnaðar og togstreitu um hver hafi rétt fyrir sér og hver ekki.

STÓR ÞRÍHYRNINGUR

Í kortinu er stór þríhyrningur í jarðarmerkjum, því Úranus er á tuttugu og sjö gráðum í Nauti, Sólin á tuttugu og fimm gráðum í Meyju og Plútó á tuttugu og níu gráðum í Steingeit. Þar sem allar þessar plánetur eru í jarðarmerkjum snýst orka þeirra um að gera hlutina raunverulega. Þessi afstaða gæti tengst nýjungum í landbúnaði og ræktum, einkum þar sem Úranus er í Nauti. Plánetan er reyndar í samstöðu við dvergplánetuna Sedna, en hún tengist mjög því að sleppa tökum á því gamla til að hið nýja komist að.

Hugsanlega getur þessi afstaða líka tengst frekari þróun í rafmynt hvers konar, sem líklegt er að taki alveg yfir á meðan Úranus er í Nauti, því Nautið er tengt fjármálum og gjaldmiðlum. Annað sem styður við breytingar á fjármálakerfinu er að Venus er í Voginni, sínu eigin merki, og í níutíu gráðu spennuafstöðu við Plútó, svo við megum vænta grundvallabreytinga á gjaldmiðlum á einhvern hátt.

HÆRRI TÍÐNI – BREYTT ORKA

Tíðnin í heiminum er að hækka mikið, meðal annars vegna Sólgosa sem lítið er talað um. Mannkynið er á fullum hraða að umbreytast í gegnum ferli sem það hefur aldrei farið í gegnum áður.

Ljóseindir (photon ljós), sem koma frá blossum eða gosum á Sólinni og allar þær upplýsingum sem eru að koma frá öðrum stjörnuþokum (galaxýum) eru að hafa áhrif á efnislíkama okkar og umbreyta þéttleika hans svo líkamar okkar verði meiri ljóslíkamar og við verðum að sönnum íbúum Vetrarbrautarinnar.

Gera má ráð fyrir að það verði stórstígar breytingar í því ferli næstu mánuði eða fram til áramóta.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort með dvergplánetunum og læra hvaða áhrif þessi nýja orka er að hafa áhrif á líf þitt geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR! Kortin eru á sérstöku tilboði með 25% afslætti út september.