Guðrún Bergmann - haus
29. nóvember 2024

Létt yfir nýju Tungli í Bogmanni

shutterstock_2530725949Merkúr er á ferð aftur á bak þessa dagana og verður það fram til 15. desember. Merkúr stjórnar samskiptum okkar, hugsunum, ferðalögum og samningum. Við komum því til með að nýta tímann fram til 15. desember til að endurmeta hugmyndir okkar og skoðanir. Meðan Merkúr er á ferð aftur á bak má eiga von á það gæti misskilnings í samskiptum manna á milli, svo við verðum að fylgja málum vel eftir og athuga hvort tölvupóstar okkar og skilaboð hafi verið móttekin.

Þetta getur líka verið tímabil þar sem tafir verða á ferðalögum, einkum á flugferðum, svo gerið ráð fyrir að slíkt geti gerst. Á meðan Merkúr ferðast aftur á bak skiptir því máli að halda innri ró og taka á málum með jafnaðargeði ef til þess kemur að þið lendið í seinkunum eða einhvers konar misskilningi í samskiptum ykkar. 

Merkúr er að leiða okkur inn í tímabil þar sem hver plánetan á fætur annarri fer aftur á bak. Næst tekur Mars við í nokkra mánuði, svo Venus og loks aftur Merkúr, þannig að þetta endurmats tímabil á eftir að vara fram í apríl á næsta ári. Næstu fjórir mánuðir eru því tími persónlegrar innri vinnu, þar sem við gerum breytingar á lífi okkar, svo það virki betur fyrir okkur.

BOGMAÐURINN ER HESS OG LEITANDI

Nýja Tunglið í Bogmanni kveiknar sunnudaginn 1. desember, en í desember verða tvö ný Tungl sem er frekar sjaldgæft, annað í upphafi mánaðar og hitt undir lok hans. Bogmaðurinn er hress, einlægur, elskan sannleikann og vill réttlæti, auk þess sem hann er leitandi og vill kanna hlutina niður í kjölinn.

Screenshot 2024-11-27 at 03.52.39Á nýju Tungli eru Sól og Tungl alltaf í samstöðu, nú á 9 gráðum í Bogmanni í 120 gráðu afstöðu við dvergplánetuna Salacia, sem er gyðja okkar æðri kærleiksvitundar á 9 gráðum í Hrút og í 120 gráðu afstöðu við dvergplánetuna Varuna á 9 gráðum í Ljóni, en Varuna er táknræn fyrir meistarameðvitund okkar. Þessi þríhyrningur hvetur okkur til að vera létt í lund, víðsýn gagnvart öllu og öllum og taka fullt vald með stjórn á okkar eigin málum.

VENUS OG ÚRANUS

Það er 120 gráðu samhljóma afstaða á milli Venusar á 23 gráðum í Steingeit og Úrnusar á 24 gráðum í Nauti. Venus í Steingeit Sem vill hafa samskipti frekar formleg og eftir ákveðnum reglum, svona eins og allt hefur alltaf verið, getur átt von á hinu óvænta frá Úranusi, hvort sem samskiptin eru á milli einsaklinga eða þjóða.

Hið óvænta á eftir að koma ójafnvægi á hlutina, þar til fólk sættir sig við þá orku sem fylgir dvergplánetunni Eris, sem er á 24 gráðum í Hrút. Spennuafstaða hennar við Venus er að kenna okkur að við þurfum að líta á heildina og læra að skilja og virða sérstöðu hvers og eins – en vinna samt að því að hafa jafnvægi í samskiptum manna á milli.

ÞRÍHYRNINGAR Í KORTINU

Það eru tveir stórir þríhyrningar í kortinu annars vegar á milli Sólar og Tungls á 9 gráðum í Bogmanni, Júpiters í Tvíbura á 17 gráðum í Tvíbura og Satúrnusar á 12 gráðum í Fiskum. Sólin og Tunglið eru táknræn fyrir sjálfið (Sólin) í okkur og undirvitund okkar (Tunglið), svo líklegt er að Júpiter í Tvíbura eigi eftir að þenja út og koma á framfæri á samfélagsmiðlum eða í fréttum einhverju sem ekki hefur þolað dagsins ljós hingað til. Þar sem Satúrnus í Fiskum er líka sterkur í þessum þríhyrningi eru líkur á að vitund okkar sé að víkka út og næmi okkar að aukast, svo við sjáum og skiljum meira en við höfum hingað til gert.

Hinn þríhyrningurinn er á milli Merkúrs á 20 gráðum í Bogmanni, Júpiters á 17 gráðum í Tvíbura og Neptúnusar á 27 gráðum í Fiskum. Aukið næmi, krafa um að sannleikurinn komi upp á yfirborðið, fréttir í fjölmiðlum og annað slíkt er mjög tengt þessum þríhyrningi. Þar sem Neptúnis getur verið þokukenndur og hann tengist samfélagsmiðlum, sjónvarpi og kvikmyndum, eru líkur á að fréttir geti orðið óljósar og skýrningarnar loðnar. Neptúnus er líka á síðustu gráðunum í Fiskunum, sem er vatnsmerki og því eru allar líkur á að enn megi vænta flóða, en nóg hefur verið af þeim víða um heim upp á síðkastið.

PLÚTÓ OG MARS

Plútó sem er á fyrstu gráðu í Vatnsberanum, enda nýskriðinn þangað inn og á eftir að vera í þar næstu 20 ár eða svo, er í 180 gráðu spennuafstöðu við Mars á 5 gráðum í Ljóni. Plútó er að byrja að byggja upp ný kerfi, þar sem gera þarf ráð fyrir að tekið sé tillit til alls og allra þar sem gömlu kerfin eru að hrynja, er því í smá togstreitu við Mars í Ljóni. Ljónið vill gjarnan ráða og ráða fyrir báða og taka ákvarðanir út frá persónulegum högum en ekki högum heildarinnar eins og Vatnsberinn vill gera.

Það er því allt í gangi, sannleiksþörf, spenna, samvinnuþörf, djúpur skilningur á því að við erum fjölbreytt hér í heimi en samt öll einstök, enda er verið að slípa okkur inn í stóra þáttinn í Öld Vatnsberans, sem markast af Plútó í því merki.

Myndir: Stjörnukort gert fyrir Reykjavík – Shutterstock.com

ATH! Ef þú átt ekki STJÖRNUKORT geturðu pantað kort með dvergplánetunum, sem sýnir þær bæði í fæðingarkortinu, svo og eins og þær eru núna og eru að hafa áhrif á fæðingarkortið og þar með líf þitt. SMELLTU HÉR TIL AÐ PANTA!  - 30% afsláttur til 3. des.