Ísrael og Hizbollah

Líbanskur maður með ósprungnar sprengjur sem Ísraelar vörðuðu á suðurhluta Líbanons sumarið 2006.
 AP
Samband Líbanons og Ísraela var fremur átakalaust framan af en í kjölfar styrjaldar Araba og Ísraela árið 1948 sömdu Ísraelar og Líbanar vopnahlé sem hélt fram yfir sex daga stríðið árið 1967. Árið 1970 leitaði hins vegar fjöldi Palestínumanna skjóls í Líbanon eftir að hafa verið hrakinn frá Jórdaníu í kjölfar hins svokallaða Svarta september. Landið varð nú miðstöð starfsemi Frelsissamtaka Palestínumanna PLO og þaðan voru gerðar mannskæðar hryðjuverkaárásir á Ísrael. Ísraelar réðust því inn í landið árið 1978 og aftur árið 1982 og var syðsti hluti þess hernuminn fram til ársins 2000.

Hizbollah samtökin voru stofnuð í kjölfar síðari innrásar Ísraela í Líbanon árið 1982. Samtökin voru upphaflega samtök sjíta múslíma og í stofnsáttmála þeirra segir að markmið þeirra sé að afmá vestræn áhrif í Líbanon, að breyta hinu líbanska fjölmenningarríki í íslamskt ríki að íranskri fyrirmynd og að gereyða Ísrael. Á undanförnum árum hefur áhersla samtakanna aðallega verið á baráttuna gegn Ísrael og hafa leiðtogar samtakanna reynt að draga úr hinu sterka sjíta-yfirbragði samtakanna og höfða til breiðari hóps Líbana.

Til baka á upphafssíðu | << Fyrri | Næsta >>