Hver er Emile Lahoud?

Emile Lahoud, forseti Líbanons.
 AP
Emile Lahoud, forseti Líbanons, er lykilmaður í því valdatafli sem nú fer fram í landinu. Því er þó haldið fram af andstæðingum hans að völd hans byggist fyrst og fremst á dugleysi hans og hlýðni við Sýrlendinga.

Lahoud er fæddur í Baabdat í Líbanon árið 1936. Hann er sonur kristins áhrifamanns í sjálfstæðisbaráttu Líbana á fjórða áratug síðustu aldar og gekk í herskóla og síðan í herinn þar sem hann komst til æðstu metorða. Hann studdi hinn kristna Michal Aoun í valdabaráttu hans við stuðningsmenn Sýrlendinga og árið 1989 reyndi hann að fá Aoun til að beita sér fyrir því að hann yrði forseti landsins. Aoun féllst hins vegar ekki á það og seinna sama ár sakaði Aoun hann um vanhæfni og rak hann úr liði sínu. Lahoud flutti þá til Vestur-Beirút, sem var á valdi Sýrlendinga, og skömmu síðar var hann skipaður yfirmaður líbanska hersins, sem studdi Sýrlendinga.

Árið 1998 var hann valinn forseti á líbanska þinginu eftir að kosningalögum hafði verið breytt þannig að yfirmaður hersins gæti boðið sig fram. Síðan þá hefur Lahoud setið í skjóli Sýrlendinga sem fram til ársins 2005 höfðu í raun neitunarvald í líbönskum stjórnmálum. Árið 2004 neitaði hins vegar Rafiq Hariri, forsætisráðherra landsins, að fallast á að kjörtímabil Lahouds yrði framlengt. Árið 1998 var Lahoud valinn forseti á líbanska þinginu Hariri var myrtur skömmu síðar en Lahoud situr enn í embætti.

Til baka á upphafssíðu | << Fyrri | Næsta >>