Litlu hlutirnir sem fólk notar til að dæma þig

Kækir, svo sem að fikta í nöglum eða andliti, getur …
Kækir, svo sem að fikta í nöglum eða andliti, getur gefið til kynna að þú sért taugatrekktur. Ljósmynd Getty Images

Fyrstu kynni eru oft allt, en margir eru búnir að mynda sér skoðun á náunganum eftir að hafa hitt hann stuttlega.

Á vef Entrepreneur má finna lista yfir hluti sem fólk notar til að dæma persónuleika annarra.

Hvernig þú kemur fram við þjónustufólk
Hvernig þú kemur fram við þjónustufólk er lýsandi fyrir skapgerð þína. Sumir horfa jafnvel til þess í atvinnuviðtölum, til að mynda með því að fylgjast með framkomu þinni við móttökuritara, og annað starfsfólk.

Hversu oft þú kíkir á símann þinn
Það er ekkert meira svekkjandi en þegar einhver dregur upp símann í miðju samtali. Það ber vitni um skort á virðingu, athyglisgáfu og viljastyrk.

Síendurteknir kækir
Kækir, svo sem að fikta í nöglum eða andliti, getur gefið til kynna að þú sért taugatrekktur, ofurliði borinn og hafir ekki fulla stjórn á tilfinningum þínum.

Hversu lengi þú ert að spyrja spurninga
Hefur þú einhvern tíma átt í samræðum við einhvern sem talar bara um sjálfan sig? Sá tími sem líður frá því að einhver leyfi öðrum að komast að í samræðum hefur mikið að segja um persónuleika hans.

Handaband þitt
Fólk tengir jafnan veikt og laflaust handaband við skort á sjálfsöryggi, sem og áhugalaust fas. Fólk telur þá sem hafa þétt handtak gjarnan síður þjást af feimni og kvíða.

Stundvísi
Óstundvísi gefur til kynna að þú berir ekki mikla virðingu fyrir tíma annarra og að þér hætti til að fresta hlutunum fram á síðustu stundu. Margir telja óstundvísa einstaklinga einnig lata.

Augnsamband
Hér er jafnvægi lykillinn. Margir telja það merki um árásarhneigð að horfa stíft í augun á viðmælanda á meðan á samtali stendur.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál