Bandaríska leikkonan Jodie Foster er sannarlega komin til landsins. Heimildir Smartlands herma að Foster hafi lagt leið sína í líkamsræktarstöðina Hreyfingu í dag þar sem hún æfði undir stjórn Rafns Franklíns Hrafnssonar.
Foster er hér á landi við tökur á þáttunum True Detective en hún fer með aðalhlutverk í þáttunum. Um er að ræða fjórðu þáttaröð af þáttunum en tökur munu standa yfir hér á landi í níu mánuði og er reiknað með að framleiðslukostnaðurinn verði um níu milljarðar króna.
Rafn Franklín er einn af vinsælustu einkaþjálfurum landsins og heldur úti hlaðvarpinu 360° Heilsa.