Magavöðvar verða sýnilegri með aðferð Þórdísar

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica hefur gert tæplega 500 svuntuaðgerðir með sinni eigin aðferð. Hún hefur kynnt aðferðina á læknaþingum erlendis og hefur aðferðin mælst vel fyrir. Í Frakklandi kallast aðferðin La méthode de Thordis en hún gengur út á að nota ekki dren heldur festir hún húðina við vöðvana þannig að magavöðvar verði sýnilegri eftir aðgerð. Þórdís segir frá þessu í Dagmálsþætti dagsins. 

„Áður en ég byrjaði á þessari vegferð með svunturnar þá var búið að sýna fram á að ef þú festir niður húðina á undirliggjandi vöðva þá þarftu ekki dren. Þegar þú ert búin að taka svuntuna og strekkja á húðinni þá er húðin laus á og ekki föst við undirlagið,“ segir Þórdís sem hefur gert ótalmargar slíkar aðgerðir upp á síðkastið.

Sér í lagi vegna aukningar á hjáveituaðgerðum hjá fólki og inntöku á megrunarlyfjum. Þegar fólk hefur misst mikla líkamsþyngd vill það gjarnan losna við auka húð sem myndast við þyngdartap. Slíkar aðgerðir kallast svuntuaðgerðir. Þórdís segir að aðferðin hennar sé sársaukaminni og henni fylgi einnig minni sýkingarhætta. 

Lesendur Smartlands þekkja Þórdísi vel en hún hefur svarað spurningum frá lesendum frá upphafi. Ef þér liggur eitthvað á hjarta getur þú sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál