Getur 72 ára farið í svuntuaðgerð?

Shane/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem langar í svuntuaðgerð. 

Sæl.

Ég er 72 ára og er með svuntu sem er farin að pirra mig. Ég fæ sár og nú er það spurning hvort ég sé of sein að fara í svuntuaðgerð. Ég er 168 cm og 85 kg og fer mikið í sólina. Hvað myndir þú ráðleggja mér?

Kær kveðja, 

ÞB

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ef þú ert að hugsa um hvort það sé of seint fyrir 72 ára að fara í svuntu þá þarf það ekki að vera. Það fer allt eftir því hvernig almenn heilsa þín er. Ertu hraust í hjarta og lungum? Ertu á einhverjum ónæmisbælandi lyfjum? Reykir þú? Ef þú ert almennt hraust 72 ára ættir þú að geta farið í valkvæða skurðaðgerð. Þú ert með BMI um 30 sem er í þyngra lagi og mættir losna við nokkur kg fyrir aðgerð. 

Annars ráðlegg ég þér að panta þér tíma á stofu hjá lýtalækni og skoða þína möguleika.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál