Dýrasti farði Íslands prófaður

Lovísa Ólafsdóttir óförðuð annars vegar og hins vegar með heildarförðun.
Lovísa Ólafsdóttir óförðuð annars vegar og hins vegar með heildarförðun.

Það er nýr farði mætt­ur sem tók titil­inn „dýr­asti farði Íslands“ en hvað veit­ir farði þér sem kost­ar 26.380 kr.? Hér verður skoðað nán­ar hvað er í formúl­unni og hvernig farðinn virk­ar en þar sem TikT­ok-stjarn­an Mikayla Nogu­eira hef­ur þegar lofað farðann þá renn­ir blaðamaður ekki al­gjör­lega blint í sjó­inn.

Auðvitað hristu sum­ir haus­inn þegar ég sagði þeim að ég væri að prófa nýkrýnd­an dýr­asta farða Íslands: Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundati­on frá Sisley Par­is sem kost­ar litl­ar 26.380 ís­lensk­ar krón­ur. „Kem­ur hann í staðinn fyr­ir sál­fræðing­inn?“ spurði vin­kona mín. Ég gat ekki svarað þeirri spurn­ingu en veit að góðar snyrti­vör­ur geta sann­ar­lega haft upp­lífg­andi áhrif, þó þær kannski blási ekki upp björg­un­ar­bát­inn í lífs­ins ólgu­sjó.

Formúl­an á að end­ur­heimta stinn­leika og slétt­leika

Sisley Par­is seg­ir Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundati­on búa yfir öfl­ug­um nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um til að vinna gegn ótíma­bær­um öldrun­ar­merkj­um en á meðal inni­halds­efna er pers­nesk kasía fyr­ir aukna frumu­orku og upp­sprettu ljóma. Húðin verður því bjart­ari og jafn­ari við notk­un dag eft­ir dag. Sisley Par­is seg­ir farðann veita ung­leg förðun­ar­áhrif, húðin verður ljóm­andi, slétt og helst farðinn vel á. Sisley Par­is seg­ir einnig að and­litið end­ur­heimti auk­inn slétt­leika og stinn­leika ungr­ar húðar á aðeins 4 vik­um, svo lof­orðin eru sann­ar­lega í takt við verðmiða farðans. Umbúðir farðans eru sér­lega fal­leg­ar, mött glerflaska með hvít­um og gyllt­um tappa, og létt­ur blómailm­ur er af farðanum sem truflaði mig ekki. Ásetn­ing­in var mjög auðveld, það var eins og ég væri að bera á mig and­lit­skrem frek­ar en farða og húðin virkaði vissu­lega slétt­ari og þekj­an í létt­ara lagi, ég gat síðan byggt farðann upp í góða miðlungsþekju fyr­ir full­komn­ari ásýnd. Það kom mér á óvart að farðinn virkaði meira matt­ur á húðinni frek­ar en ljóm­andi. Fyrsta upp­lif­un var því já­kvæð en ég átti von á ljóma­meiri ásýnd í takt við vöru­lýs­ingu Sisley Par­is.

Sisley Paris Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundation, 26.380 kr.
Sisley Par­is Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundati­on, 26.380 kr.

Góð end­ing og stjórn­an­leg þekja

Eft­ir því sem ég hélt áfram að nota farðann þá kunni ég að meta hversu auðvelt var að stjórna þekj­unni, ég gat bæði notað hann í nátt­úru­lega hvers­dags­förðun og fyr­ir fínni til­efni. Þar sem áferðin er aðeins mött þá væri óvit­laust að eiga ljóm­andi farðagrunn til að nota með til að fá ljóma­meiri ásýnd. End­ing farðans var mjög góð og ent­ist hann all­an dag­inn á húð minni, rúm­lega 8 klukku­stund­ir. Heilt yfir fannst mér Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundati­on mjög góður farði og það spar­ar tíma að nota formúl­ur sem eru blanda af förðun og húðbæt­ingu. Eins fannst mér formúl­an mjúk, nær­andi og mér leið aldrei óþægi­lega í húðinni. Það besta við farðann fannst mér vera þegar leið á dag­inn og formúl­an bráðnaði aðeins inn í húðina, þá virkaði hún slétt­ari og myndaðist ein­stak­lega vel. Í raun hef ég ekk­ert nei­kvætt að segja um farðann en mér fannst lýs­ing Sisley Par­is á því að farðinn geri húðina ljóm­andi kannski ekki stand­ast á minni húð en ég tók þó eft­ir létt­um og mjög fín­leg­um ljóma í ákveðinni birtu. Verðmiði farðans end­ur­spegl­ar dýr plöntu­efn­in sem hann inni­held­ur og þá húðbæt­andi eig­in­leika sem hann býr yfir, mér fannst húðin mín verða aðeins áferðarfallegri með end­ur­tek­inni notk­un. Þó svo dýr farði sé ekki nauðsyn­leg­ur, þá er þetta svipað og þegar kem­ur að hand­tösk­um: þú get­ur geymt muni þína í þeim öll­um en mun­ur­inn er á vinn­unni á bak við vör­una, rann­sókn­um og gæðum hrá­efn­is­ins. Ef þú hef­ur efni á svona dýr­um farða þá get­urðu notið þess að prófa hann en ef þú vilt ekki verja svo mikl­um pen­ing­um í farða þá eru aðrir farðar sem veita sam­bæri­leg förðun­ar­áhrif þó þeir séu ekki endi­lega húðbæt­andi.

Fyr­ir og eft­ir

Til að sýna les­end­um Sisleÿa Le Teint Anti-Age Foundati­on sem best fékk ég Lovísu Ólafs­dótt­ur til að sitja fyr­ir í „fyr­ir og eft­ir“-mynda­töku. Á mynd­un­um má sjá Lovísu án farða, svo með eina um­ferð af farðanum, næst með tvær um­ferðir af farðanum og að lok­um með heild­ar­förðun. Les­end­ur geta því sjálf­ir sest í dóm­ara­sætið og séð áhrif hins dýra farða á Lovísu.

Skref 1. Lovísa án farða.
Skref 1. Lovísa án farða.
Skref 2. Eftir eina umferð af farðanum.
Skref 2. Eft­ir eina um­ferð af farðanum.
Skref 2. Eftir tvær umferðir af farðanum.
Skref 2. Eft­ir tvær um­ferðir af farðanum.
Skref 4. Lovísa með heildarförðun.
Skref 4. Lovísa með heild­ar­förðun.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda