Brúnkuvörur fyrir þau sem nota ekki brúnkuvörur

Marvin Meyer/Unsplash

Það get­ur stund­um verið vand­lifað að reyna að verja húðina fyr­ir sól, vilja virka úti­tek­in en verða ávallt eins og gír­affi við notk­un brúnku­vara. Ekki ör­vænta, það leyn­ast nokkr­ar töfra­lausn­ir á markaðnum sem ekki er hægt að klúðra, ekki einu sinni eft­ir nokkra Aperol spritz.

Eitt sinn var mér óvænt boðið á stefnu­mót, ég makaði á mig brúnkukremi og farðaði mig svo. Á leiðinni á veit­ingastaðinn var þó rign­ing og ég hafði ekki hug­mynd um að all­ir vatns­drop­arn­ir sem lentu á and­liti mínu mynduðu rák­ir á meðan þeir skoluðu brúnkukremið af. Þegar ég mætti á veit­ingastaðinn var mér bent á að líta í speg­il og til að gera langa sögu stutta þá er ég ein­hleyp í dag. Nú er þó nýr ára­tug­ur haf­inn með nýj­um brúnku­vör­um sem bregðast ekki á ög­ur­stundu.

Ráðið sem breytti leikn­um

Sem snyrtipenni hef ég hitt og rætt við marga sér­fræðinga í gegn­um tíðina en lík­lega var það Nele Eng­el, ann­ar eig­andi Marc In­bane, sem breytti leikn­um al­gjör­lega fyr­ir mig þegar hún kenndi mér að nota Hyaluronic Self Tan Spray frá Marc In­bane yfir farða, ég end­ur­tek að ég átti að úða yfir farðann til að fá nátt­úru­legt og sól­kysst út­lit á skot­stundu án fyr­ir­hafn­ar. Spreyið er hannað til að veita of­urfín­leg­an og stöðugan úða svo ég veit ekki hvað ég hef gripið oft í þetta sprey við hinar ýmsu aðstæður til að fram­kalla létt og heil­brigt út­lit og það er alltaf jafn auðvelt í notk­un og hef­ur aldrei brugðist mér. Húðin und­ir farðanum fær auðvitað létt­an lit í nokkra daga en það fal­lega við þessa aðferð er að þú virk­ar ekki eins og þú haf­ir verið að nota brúnkukrem og þú get­ur notað spreyið þegar and­inn kem­ur yfir þig, þú þarft ekk­ert að und­ir­búa. Auðvitað nota ég spreyið líka eitt og sér, og lit­ur­inn er al­gjör­lega full­kom­inn, en að nota spreyið yfir farða er ráð sem breytti snyrti-lífi mínu og ger­ir eig­in­lega alla förðun fal­legri að auki þar sem formúl­an er raka­gef­andi og virðist gera húðina þrýstn­ari.

Marc Inbane Hyaluronic Self Tan Spray, 6.990 kr.
Marc In­bane Hyaluronic Self Tan Spray, 6.990 kr.

Formúla með lágu hlut­falli DHA

DHA er nátt­úru­legt efni sem litar dauðar húðfrum­ur og er því virka efnið í brúnku­vör­um. Í brúnku­vör­um þar sem þú vilt kalla strax fram áber­andi brúnku er DHA í kring­um 10% af formúl­unni en í svo­kölluðum hæg­um brúnku­vör­um (e. gradual tanners) þá er hlut­fallið nær 2-4%. Það þýðir að mun auðveld­ara er að nota brúnku­vör­una, það mynd­ast ekki rák­ir og út­kom­an verður alltaf eins nátt­úru­leg og hægt er. Ný­verið prófaði ég Glow Gradual Tann­ing Moist­urizer frá Luna Bronze sem inni­held­ur 2.5% DHA og er hingað til ein besta hæga brúnku­vara sem ég hef notað. Formúl­an bygg­ir á líf­ræn­um inni­halds­efn­um sem eru húðbæt­andi og lit­ur­inn er mjög dauf­ur en bygg­ist upp. Í fyrsta sinn fannst mér ég al­gjör­lega ráða við brúnku­vöru og fólk hélt ein­fald­lega að ég hefði byrjað að stunda úti­vist.

Luna Bronze GLOW Gradual Tanning Moisturizer, 6.990 kr.
Luna Bronze GLOW Gradual Tann­ing Moist­urizer, 6.990 kr.

Nokkr­ir drop­ar til að taka grámann

Yfir há­vet­ur­inn get­um við glæra fólkið stund­um viljað ör­lít­inn lit í lífið en auðvitað hafa brúnku­vör­ur síðustu ára stund­um verið of ákaf­ar. Nú eru þó nokk­ur merki kom­in með á markað brúnku­dropa sem þú set­ur ein­fald­lega út í and­lit­skremið þitt og stjórn­ar þannig hversu mik­inn lit þú færð: því fleiri drop­ar, því meiri lit­ur. Ein af mín­um upp­á­halds formúl­um þegar kem­ur að brúnku­drop­um er Luxe Tan Tonic Glow Drops frá St. Tropez en þessi formúla virðist ekki ein­ung­is taka grám­an af and­lit­inu held­ur virk­ar húðin raka­meiri og slétt­ari, enda býr formúl­an yfir hý­al­úrón­sýru, víta­mín­um og öðrum húðbæt­andi inni­halds­efn­um. Sjálf nota ég 5 dropa út í and­lit­skremið af og til, þegar speg­il­mynd­in seg­ir til.

St. Tropez Luxe Tan Tonic Glow Drops, 7.780 kr.
St. Tropez Luxe Tan Tonic Glow Drops, 7.780 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda