Danska fjölskyldan sem hóf útrás

Bo Tjellesen, eigandi GOSH Copenhagen, ásamt börnum sínum sem einnig …
Bo Tjellesen, eigandi GOSH Copenhagen, ásamt börnum sínum sem einnig starfa hjá fyrirtækinu. Samsett mynd

Danska snyrti­vörumerkið GOSH Copen­hagen hef­ur verið áber­andi á ís­lensk­um snyrti­vörumarkaði en ný­verið heim­sótti hóp­ur ís­lenskra blaðamanna og áhrifa­valda höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins og kynnti sér fram­leiðslu var­anna auk þess að kynn­ast nán­ar fjöl­skyld­unni á bak við merkið.

Íslenski fán­inn blakti í hlýrri sum­ar­gol­unni þegar hóp­ur ís­lenskra blaðamanna og áhrifa­valda kom að heim­sækja höfuðstöðvar danska snyrti­vörumerk­is­ins GOSH Copen­hagen. „Ég er mjög hrif­inn af Íslandi og hef heim­sótt landið mörg­um sinn­um en okk­ur þykir líka mjög vænt um smærri markaði sem við selj­um vör­urn­ar okk­ar á,“ sagði Bo Tj­ell­es­en, eig­andi GOSH Copen­hagen, þegar hann tók á móti ís­lenska hópn­um.

Bo þekk­ir fyr­ir­tækið út í gegn en faðir hans, Ein­ar Tj­ell­es­en, stofnaði það und­ir öðru nafni árið 1945 og starfaði það inn­an lyfja­geir­ans áður en Bo fékk það verk­efni að hefja fram­leiðslu á snyrti­vör­um und­ir lok átt­unda ára­tug­ar­ins.

„Ég stakk upp á því við föður minn að snyrti­vörumerkið yrði kallað GOSH en það er ekki hægt að tengja neitt nei­kvætt við orðið, það er ávallt notað við já­kvæðar upp­lif­an­ir,“ út­skýrði Bo þegar hann sagði frá upp­hafi merk­is­ins. GOSH Copen­hagen er sann­ar­lega fjöl­skyldu fyr­ir­tæki og nú starfar þar þriðja kyn­slóð Tj­ell­es­en-fjöl­skyld­unn­ar eft­ir að tvö börn Bo hófu þar störf.

Mik­il­vægt að fram­leiða sem mest í Dan­mörku

Höfuðstöðvarn­ar eru á sér­lega fal­legu landsvæði rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn og aug­ljóst að þarna fer mik­il fram­leiðsla fram, enda eru vör­ur GOSH Copen­hagen nú seld­ar í yfir 80 lönd­um, en það kom blaðamanni þó á óvart að ein­ung­is 100 starfs­menn starfa við fram­leiðsluna. Það hef­ur ávallt verið leiðarljós GOSH Copen­hagen að fram­leiða vör­ur sín­ar í Dan­mörku til að tryggja að þær end­ur­spegli gildi merk­is­ins og gæðaeft­ir­lit er í há­veg­um haft. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um eru sum­ar teg­und­ir snyrti­vara merk­is­ins fram­leidd­ar í öðrum lönd­um sök­um tækni­legs aðbúnaðs en þó ávallt inn­an Evr­ópu.

GOSH Copen­hagen hef­ur ákveðna sér­stöðu á snyrti­vörumarkaðnum vegna áherslu sinn­ar á ilm­efna­laus­ar formúl­ur sem eru laus­ar við mögu­lega of­næm­is­vald­andi efni, en yfir 80% vöru­úr­vals þeirra er ilm­efna­laust og sömu­leiðis hóf GOSH Copen­hagen að votta vör­ur sín­ar of­næm­is­laus­ar með „Allergy Certified“ svo neyt­end­ur geta verið viss­ir um það sem lofað er. Hóp­ur­inn fékk leiðsögn í gegn­um verk­smiðjuna og fram­leiðslu­ferlið og var ánægju­legt að sjá hvernig tek­in voru með í reikn­ing­inn hin ýmsu smá­atriði, til dæm­is voru all­ar umbúðir prófaðar í þaula til að tryggja að þær hentuðu vör­unni og stæðust all­ar kröf­ur.

Vilja tak­ast á við ris­ana

GOSH Copen­hagen hef­ur lengi notið vin­sælda á Íslandi en und­an­farið hafa vin­sæld­ir merk­is­ins sprengt alla skala þegar nýju vör­urn­ar Blush Up, Glow Up og Shape Up komu á markað. Um er að ræða kremút­gáf­ur af ljóma og kinna­lit­um, sólar­púðurs auk skygg­ingalita. Sum­ir hlupu á milli versl­ana til að reyna að ná sér í ein­tök en gripu gjarn­an í tómt.

Í heim­sókn­inni fékk hóp­ur­inn að prófa um­rædd­ar nýj­ung­ar sem sann­ar­lega stóðu und­ir vænt­ing­um og var skemmti­legt að nota svo góða vöru sem einnig er á hag­stæðu verði. Bo sagði hópn­um að fyr­ir­tæk­inu þætti skemmti­legt að keppa við ris­ana á snyrti­vörumarkaðnum og sýna hvað lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki, í sam­an­b­urði við önn­ur snyrti­vörumerki, get­ur haft mik­il áhrif.

Hlý­leg­ur fjöl­skyldu­and­inn ein­kenndi höfuðstöðvarn­ar og aug­ljóst var að all­ir væru að vinna að sama mark­miði, að kynna sem flest­um þess­ar dönsku hágæða og of­næm­is­vottuðu snyrti­vör­ur, og til að und­ir­strika það eru meira að segja starfs­menn merk­is­ins þeir sömu og sitja fyr­ir í aug­lýs­ing­um þess.

Hugað að um­hverf­inu

Hjá GOSH Copen­hagen hef­ur ávallt verið reynt að hugsa um um­hverfið við vöruþróun en merkið var á meðal þeirra fyrstu til að nota end­ur­nýtt sjáv­ar­plast í umbúðir sín­ar, ætt­leiða skjald­bök­ur í út­rým­ing­ar­hættu í sam­starfi við WWF og vinna náið með hrá­efna­birgj­um sín­um til að tryggja gæði og sjálf­bærni hrá­efn­anna sem notuð eru í vör­urn­ar. Nú er að auki yfir 70% vöru­úr­vals GOSH Copen­hagen orðið veg­an.

Það er því óhætt að segja að leiðin liggi upp á við hjá þessu danska fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem held­ur áfram inn­rás sinni á er­lenda snyrti­vörumarkaði og eyk­ur þannig aðgengi fólks að of­næm­is­vottuðum vör­um sem byggja á skandi­nav­ísk­um gild­um.

Hluti af íslenska hópnum. Frá vinstri eru Lilja Björg Gísladóttir, …
Hluti af ís­lenska hópn­um. Frá vinstri eru Lilja Björg Gísla­dótt­ir, Sara Björk Þor­steins­dótt­ir, Elín Erna Stef­áns­dótt­ir, Harpa Kára­dótt­ir, Guðrún Helga Sørtveit og Agnes Björg­vins­dótt­ir.
Elín Erna Stefánsdóttir, Agnes Björgvinsdóttir og Guðrún Helga Sørtveit á …
Elín Erna Stef­áns­dótt­ir, Agnes Björg­vins­dótt­ir og Guðrún Helga Sørtveit á góðri stundu í höfuðstöðvum GOSH Copen­hagen.
Hráefnin sem allir fengu til að hanna hinn fullkomna lit …
Hrá­efn­in sem all­ir fengu til að hanna hinn full­komna lit af Lumi Lips varag­loss­in­um.
Starfsmenn í verksmiðju GOSH Copenhagen að framleiða ilmolíu.
Starfs­menn í verk­smiðju GOSH Copen­hagen að fram­leiða ilmol­íu.
Prófanir í gangi á umbúðum fyrir vörur í þróun.
Próf­an­ir í gangi á umbúðum fyr­ir vör­ur í þróun.
Litirnir á Lumi Lips-glossunum sem íslenski hópurinn fékk að hanna.
Lit­irn­ir á Lumi Lips-gloss­un­um sem ís­lenski hóp­ur­inn fékk að hanna. Ljós­mynd/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir
Ljós­mynd/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir
Ljós­mynd/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir
Ljós­mynd/​Sara Björk Þor­steins­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda