„Erfitt að komast í gegnum okkur“

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis.
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Bergsveinn Ólafsson og samherjar í Fjölni héldu hreinu gegn Keflavík í Pepsí-deildinni í kvöld og sigruðu 1:0. 

Fjölnir fékk á sig tvö mörk á KR-vellinum í síðasta leik en þar fyrir utan hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark í þremur heimaleikjum. „Við höfum verið alveg gríðarlega þéttir varnarlega og liðin hafa ekki fengið mörg færi á móti okkur. Ég er bara mjög ánægður með það. Varnarleikurinn byrjar hjá fremsta manni og þegar við spilum sem lið þá er erfitt að komast í gegnum okkur,“ sagði Bergsveinn þegar mbl.is ræddi við hann í Grafarvoginum í kvöld og hann er sáttur við sjö stig úr fjórum fyrstu umferðunum. 

„Ég hefði sætt mig við þennan stigafjölda fyrirfram úr fjórum fyrstu leikjunum en einn leikur hefði mátt spilast öðruvísi. Ég er sáttur og sterkt að koma til baka í kvöld eftir tap í síðasta leik. Við höldum áfram að safna í pokann,“ sagði Bergsveinn sem var mjög öruggur í vörn Fjölnis í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert