Fyrsti sigur Fjölnis kom gegn Keflavík

Almarr Ormarsson kom Fjölni í 2:1 í kvöld og hér …
Almarr Ormarsson kom Fjölni í 2:1 í kvöld og hér hann í höggi við Keflvíkinginn Marko Nikolic. Ljósmynd/Víkurfréttir

Keflavík tók á móti Fjölni í 4. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 2:1 sigri gestanna.

Það var Birnir Snær Ingason sem kom Fjölnismönnum yfir á 31. mínútu eftir mikinn hamagang í teig Keflvíkinga en boltinn fór í varnarmann heimamanna á leið sinni í netið og því spurning hvort Birnir muni fá markið skráð á sig.

Hólmar Örn Rúnarsson jafnaði metin fyrir Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks áður en Almar Ormarsson kom Fjölnismönnum yfir á nýjan leik með stórbrotnu marki á 62. mínútu og lokatölur því 2:1 fyrir Fjölni.

Heimamenn áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 1 stig en Fjölnismenn eru komnir í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig.

Keflavík 1:2 Fjölnir opna loka
90. mín. Valmir Berisha (Fjölnir) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert