Vörn Keflavíkur hélt í 89 mínútur

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark Breiðabliks.
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli í úrvalsdeild kvenna, Pepsí Max deildinni, í Keflavík í kvöld. 

Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en Keflavík er í 8. sæti með 13 stig og í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. 

Hlutskipti liðanna í deildinni töluvert ólík, Blikar við toppinn reyndar ný búnar að missa af titlinum í hendur Vals á meðan Keflavík slást fyrir tilveru sinni í deildinni.  Eftir fjörugan leik endaði kvöldið með 1:1 jafntefli. 

Sanngjörn úrslit? Það er svo sem alveg hægt að segja það. Breiðablik sóttu nánast látlaust allan leikinn eftir að hafa skorað sjálfsmark strax á 4. mínútu og voru hvað eftir annað við það að skora en vörn Keflavíkur barðist vel allan leikinn. Lukkudísirnar voru vissulega með Keflavík löngum stundum í leiknum án þess að taka neitt af frábærum varnarleik þeirra. 

En þær dísir hinsvegar skiptu um búning á 89. mínútu þegar Breiðablik skoruðu að því er virðist kolólöglegt rangstöðu mark. Selma Sól Magnúsdóttir virtist vera nokkuð vel fyrir innan þegar skot fer af varnarmanni Keflavíkur og í lappirnar á Selmu sem annars afgreiddi færið nokkuð vel.  Rétt áður hafði hinsvegar Selma staðið fyrir framan autt mark Keflavíkur og þrumað boltanum í slánna. 

Stigið súrsætt fyrir Keflavík vissulega.  Fyrirfram mögulega hefðu Keflavík þegið eitt stig úr þessum leik, og í heildina fjögur stig gegn Breiðablik í sumar, en þrjú stig eru auðvitað alltaf betri. 

Þetta er svo sem í takt við margt hjá Keflavík í sumar þar sem að lukkan hefur nú ekki beint leikið við þær, en að því sögðu þá segja menn að þú skapir þér þína eigin lukku.  Af leikmönnum þá var það Tiffany Sornpao sem átti hreint skínandi góðan leik í marki Keflavíkur. Skot Blika komu ört að marki og virtist Tiffany vera með allt á hreinu en átti hinsvegar ekki svar á 89. mínútu við góðri afgreiðslu Selmu. 

Stigið gerir í raun ekkert fyrir Blikastúlkur en dýrmætt gæti það reynst fyrir Keflavík þegar að lokum er spurt í botn baráttu deildarinnar. 

Keflavík og Breiðablik eigast við í Keflavík. .
Keflavík og Breiðablik eigast við í Keflavík. . mbl.is/Hari
Keflavík 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Ásta Eir Árna­dótt­ir (Breiðablik) fær gult spjald Töf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert