24. umferð: Jafnaði við Hemma Gunn

Patrick Pedersen er kominn með 95 mörk í deildinni.
Patrick Pedersen er kominn með 95 mörk í deildinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Patrick Pedersen heldur áfram að klifra upp listann yfir markahæstu menn efstu deildar karla í fótbolta og hann náði enn einum áfanganum þegar KR og Valur skildu jöfn á sunnudaginn, 2:2.

Hermann Gunnarsson skoraði 95 mörk í deildinni eins og Patrick …
Hermann Gunnarsson skoraði 95 mörk í deildinni eins og Patrick Pedersen.

Pedersen skoraði þá sitt 95. mark í deildinni, en hann hefur skorað þau öll fyrir Val, og náði með því annarri Valsgoðsögn að markafjölda. Hermann Gunnarsson skoraði 95 mörk í deildinni á sínum tíma, 81 þeirra fyrir Val og 14 fyrir ÍBA frá Akureyri. Pedersen og Hermann deilda nú sjötta sætinu yfir markahæstu leikmenn allra tíma í deildinni.

Félagi Pedersen hjá Val, Kristinn Freyr Sigurðsson, er orðinn fjórði leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild. Hann er kominn með 203 leiki fyrir Val og fór í næstsíðasta leik fram úr Sævari Jónssyni sem lék 201 leik fyrir félagið á sínum tíma.

Davíð Örn Atlason úr Víkingi lék sinn 150. leik í deildinni þegar meistararnir töpuðu 3:1 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Þar af eru 140 leikir fyrir Víking, þar sem hann er orðinn fimmti leikjahæstur frá upphafi, og tíu fyrir Breiðablik.

Þengill Orrason skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hann tryggði Fram dýrmætt stig með jöfnunarmarki, 2:2, í uppbótartíma gegn ÍBV á Hásteinsvelli á laugardaginn. Þetta var aðeins annar leikur Þengils í deildinni.

Tveir ungir KA-menn fengu eldskírn sína í deildinni þegar Akureyrarliðið vann Fylki 4:2 í Árbænum á sunnudaginn. Þeir Sigurður Brynjar Þórisson og Gabriel Lukas Freitas Meira komu inn á sem varamenn og spiluðu sinn fyrsta leik í deildinni.

Úrslit­in í 24. um­ferð:
ÍBV - Fram 2:2
Kefla­vík - HK 2:1
FH - Stjarn­an 1:3
KR - Val­ur 2:2
Fylk­ir - KA 2:4
Breiðablik - Vík­ing­ur R. 3:1

Marka­hæst­ir í deild­inni:

15 Emil Atla­son, Stjörn­unni
12 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
11 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

10 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
8 Fred Sarai­va, Fram
8 Pat­rick Peder­sen, Val
7 Aron Jó­hanns­son, Val
7 Benoný Breki Andrésson, KR
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Arnþór Ari Atla­son, HK
6 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Davíð Snær Jó­hanns­son, FH
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Sami Kamel, Keflavík
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Næstu leik­ir:
28.9. Valur - Breiðablik
28.9. Víkingur R. - FH
28.9. Stjarnan - KR
28.9. KA - ÍBV
28.9. Fram - Keflavík
28.9. HK - Fylkir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert