25. umferð: Kominn í fámennan hóp

Birkir Már Sævarsson hefur spilað 450 deildaleiki á ferlinum.
Birkir Már Sævarsson hefur spilað 450 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Óttar Geirsson

Birkir Már Sævarsson, bakvörðurinn reyndi í Val, komst í gærkvöld í fámennan hóp íslenskra knattspyrnumanna.

Hann lék sinn 450. deildaleik á ferlinum þegar Valsmenn sigruðu Breiðablik 4:2 á Hlíðarenda og er aðeins sautjándi Íslendingurinn í sögunni sem nær þeim leikjafjölda. Af þessum 450 leikjum eru 187 með Val í efstu deild hér á landi og 252 í efstu deildum Svíþjóðar og Noregs.

Patrick Pedersen skoraði þrennu í sigri Vals og er þar með einn í sjötta sætinu yfir markahæstu menn deildarinnar frá upphafi. Patrick er nú kominn með 98 mörk og gæti orðið sjötti 100 marka maður deildarinnar áður en tímabilinu lýkur.

Patrick Pedersen hefur nú skorað sex þrennur í efstu deild.
Patrick Pedersen hefur nú skorað sex þrennur í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Þetta er sjötta þrenna Patricks í deildinni, frá því hann skoraði tvær þær fyrstu árið 2018, og fjórða árið í röð sem hann nær að skora þrennu. Patrick hefur skorað þrennurnar gegn sex liðum, Grindavík, ÍBV, HK, Fylki, Stjörnunni og nú Breiðabliki.

Aðeins þrír leikmenn í sögu deildarinnar hafa skorað fleiri þrennur. Hermann Gunnarsson skoraði níu slíkar og þeir Tryggvi Guðmundsson og Þórólfur Beck sjö hvor. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, skoraði sex þrennur.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörðurinn reyndi hjá ÍBV, lék sinn 200. leik í efstu deild hér á landi þegar Eyjamenn sóttu KA heim í gær. Af þessum 200 leikjum eru 132 fyrir ÍBV og hinir 68 fyrir Val en Eiður hefur jafnframt spilað 22 leiki í 1. deild með ÍBV og 43 deildaleiki erlendis á ferlinum.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skallar frá marki ÍBV í sínum 200. …
Eiður Aron Sigurbjörnsson skallar frá marki ÍBV í sínum 200. leik í efstu deild í gær. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Jón Ingason skorar ekki í hverjum leik fyrir ÍBV en hann skoraði sitt annað mark á ferlinum í efstu deild, í 121 leik, þegar hann jafnaði gegn KA á Akureyri í gær, 1:1, með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. Jón skoraði áður gegn Grindavík á Hásteinsvelli árið 2020.

Markamet HK í efstu deild féll eina ferðina enn á þessu tímabili þegar Atli Arnarson skoraði snemma leiks fyrir Kópavogsliðið gegn Fylki í jafnteflisleik liðanna, 2:2. Það var 15. mark Atla fyrir HK í deildinni og hann fór á ný fram úr félaga sínum Arnþóri Ara Atlasyni.

Atla Arnarsyni fagnað eftir að hann kom HK í 1:0 …
Atla Arnarsyni fagnað eftir að hann kom HK í 1:0 gegn Fylki. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Jón Jökull Hjaltason lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn á sem varamaður hjá ÍBV gegn KA.

Víkingar urðu fyrstir í sögunni til að skora 70 mörk í efstu deild karla. Nikolaj Hansen skoraði 70. markið þegar hann tryggði þeim sigurinn á FH, 2:1.

Emil Atlason er kominn með 17 mörk fyrir Stjörnuna þegar tveimur umferðum er ólokið. Hann á því ágæta möguleika á að jafna markametið, sem er 19 mörk, og jafnvel verða sá fyrsti til að skora 20 mörk í deildinni á einu tímabili.

Úrslit­in í 25. um­ferð:
Val­ur - Breiðablik 4:2
Vík­ing­ur R. - FH 2:1
Stjarn­an - KR 2:0
KA - ÍBV 2:1
Fram - Kefla­vík 3:1
HK - Fylk­ir 2:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:

17 Emil Atla­son, Stjörn­unni
12 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
12 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
11 Pat­rick Peder­sen, Val
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

10 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
8 Fred Sarai­va, Fram
7 Aron Jó­hanns­son, Val
7 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
7 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
7 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
7 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Arnþór Ari Atla­son, HK
6 Aron Jóhannsson, Fram
6 Atli Arnarson, HK
6 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
6 Davíð Snær Jó­hanns­son, FH
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Sami Kam­el, Kefla­vík
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Næstu leik­ir:
1.10. KR - Breiðablik
1.10. Valur - FH
1.10. Keflavík - Fylkir
1.10. Fram - KA
1.10. HK - ÍBV
2.10. Stjarnan - Víkingur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert