Sigurður Egill Lárusson hefur spilað alla 26 leiki Valsmanna í Bestu deild karla í fótbolta í ár og hann lék sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar Valur vann FH, 4:1, í fyrrakvöld.
Af þessum 300 leikjum eru 234 í efstu deild og 66 í 1. deild. Hann hefur leikið 216 leiki með Val í efstu deild og er þar orðinn fjórði leikjahæstur frá upphafi á eftir Hauki Páli Sigurðssyni, Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Sigurbirni Hreiðarssyni. Hina 84 leikina hefur Sigurður leikið fyrir Víking í Reykjavík, 18 þeirra í efstu deild.
Keflvíkingarnir Ásgeir Orri Magnússon og Aron Örn Hákonarson léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Keflavík beið lægri hlut fyrir Fylki, 1:3, í síðasta heimaleik sínum að sinni.
Víkingar bættu markamet sitt í deildinni með því að skora 71. markið í tapleiknum gegn Stjörnunni, 3:1, í gærkvöld. Þeim tókst hinsvegar ekki að slá stigametið sem Blikar settu í fyrra, 63 stig, en Víkingar jöfnuðu það í síðustu umferð og þurfa stig gegn Val í lokaumferðinni til að slá það.
Eggert Aron Guðmundsson skoraði tvö marka Stjörnunnar í sigrinum á Víkingi og er þar með áttundi leikmaðurinn til að skora 10 mörk eða fleiri í deildinni á þessu tímabili.
Emil Atlason framherji Stjörnunnar nýtti ekki góð færi til að gera harðari atlögu að markameti deildarinnar, sem er 19 mörk og í eigu fimm leikmanna. Emil er kominn með 17 mörk og þarf tvö mörk gegn Breiðabliki í lokaumferðinni til að jafna metið, þrennu til að verða fyrstur í sögu deildarinnar til að skora 20 mörk.
Úrslitin í 26. umferð:
KR - Breiðablik 4:3
Valur - FH 4:1
Keflavík - Fylkir 1:3
Fram - KA 1:0
HK - ÍBV 0:1
Stjarnan - Víkingur R. 3:1
Markahæstir í deildinni:
17 Emil Atlason, Stjörnunni
12 Patrick Pedersen, Val
12 Nikolaj Hansen, Víkingi
12 Birnir Snær Ingason, Víkingi
11 Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val
10 Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðabliki
10 Eggert Aron Guðmundsson, Stjörnunni
10 Danijel Dejan Djuric, Víkingi
9 Adam Ægir Pálsson, Val
9 Benoný Breki Andrésson, KR
9 Kjartan Henry Finnbogason, FH
8 Aron Jóhannsson, Val
8 Benedikt Daríus Garðarsson, Fylki
8 Fred Saraiva, Fram
7 Davíð Snær Jóhannsson, FH
7 Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki
7 Guðmundur Magnússon, Fram
7 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, FH
7 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA
7 Örvar Eggertsson, HK
6 Arnþór Ari Atlason, HK
6 Aron Jóhannsson, Fram
6 Atli Arnarson, HK
6 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
6 Ísak Andri Sigurgeirsson, Stjörnunni
6 Klæmint Olsen, Breiðabliki
6 Sami Kamel, Keflavík
6 Úlfur Ágúst Björnsson, FH
Lokaumferð deildarinnar:
7.10. Víkingur R. - Valur
7.10. FH - KR
7.10. KA - HK
7.10. Fylkir - Fram
7.10. ÍBV - Keflavík
8.10. Breiðablik - Stjarnan