27. umferð: Daníel, Hallgrímur, Kristinn, Kjartan, Erlingur og Elfar

Daníel Laxdal - 350 deildaleikir og allir fyrir Stjörnuna.
Daníel Laxdal - 350 deildaleikir og allir fyrir Stjörnuna. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Daníel Laxdal lauk sínu tuttugasta tímabili með meistaraflokki Stjörnunnar í dag með því að spila sinn 350. deildaleik á  ferlinum þegar Garðabæjarliðið vann Breiðablik, 2:0, á Kópavogsvelli og tryggði sér með því þriðja sætið í deildinni.

Daníel er aðeins þrettándi knattspyrnumaðurinn sem nær að spila 350 leiki í deildakeppni á Íslandi en hann tók þátt í 18 af 27 leikjum Stjörnunnar á þessu tímabili. Daníel var í 20. sæti á þeim lista þegar tímabilið hófst. Hann lék fyrst með Stjörnunni í 1. deild árið 2004 og hefur spilað 291 leik í efstu deild og 59 leiki í 1. deildinni með félaginu. 

Daníel er nú orðinn fimmti leikjahæstur í efstu deild karla frá upphafi með 291 leik en hann spilaði lítið á lokasprettinum og missti því af  tækifæri til að komast upp fyrir Keflvíkinginn Gunnar Oddsson og í fjórða sætið en í því sæti situr Gunnar áfram með 294 leiki.

Kristinn Jónsson - 300 deildaleikir á ferlinum.
Kristinn Jónsson - 300 deildaleikir á ferlinum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Kristinn Jónsson, bakvörðurinn reyndi, lék sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar KR sótti FH heim á laugardaginn. Af þeim eru 268 í efstu deild hér á landi með Breiðabliki og KR, 22 í sænsku úrvalsdeildinni með Brommapojkarna og 10 í norsku úrvalsdeildinni með Sarpsborg og Sogndal.

Kristinn er nú ellefti leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 268 leiki og deilir því sæti með Kristjáni Finnbogasyni, markverðinum gamalkunna.

Hallgrímur Mar Steingrímsson í 160. leiknum í röð í efstu …
Hallgrímur Mar Steingrímsson í 160. leiknum í röð í efstu deild gegn HK í gær. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Hallgrímur Mar Steingrímsson lauk sínu sjöunda tímabili í röð með KA í deildinni án þess að missa úr leik. Hann hefur spilað alla 160 leiki KA frá því liðið sneri á ný í efstu deild vorið 2017 en þar á undan lék hann líka alla leikina í 1. deild með KA árið 2016. Samtals er Hallgrímur því kominn með 182 leiki í röð með Akureyrarliðinu í deildakeppninni. 

Aðeins tveir leikmenn í sögu deildarinnar hafa gert betur en Hallgrímur. Birkir Kristinsson lék ellefu tímabil í röð með ÍA og Fram án þess að missa úr leik og spilaði 198 leiki í röð og Gunnar Oddsson lék 186 leiki í röð í deildinni með Leiftri, KR og Keflavík. Hallgrímur er hins vegar sá sem hefur leikið lengst með sama félaginu án þess að missa úr leik.

Kjartan Henry Finnbogason hefur skorað 60 mörk í efstu deild …
Kjartan Henry Finnbogason hefur skorað 60 mörk í efstu deild á Íslandi. mbl.is/Óttar Geirsson

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt 60. mark í efstu deild hér á landi þegar hann gerði seinna mark sitt í 3:1 sigri FH á hans gömlu félögum í KR í Kaplakrika. Hann er 35. leikmaðurinn í deildinni frá upphafi sem nær að skora sextíu mörk. Af þeim eru 49 fyrir KR og 11 fyrir FH.

Kjartan endaði með 11 mörk fyrir FH í ár og það er hans næstbesta skor á ferlinum hér heima en hann skoraði 12 mörk fyrir KR árið 2012. Kjartan hefur nú samtals skorað 146 deildamörk á ferlinum en 74 þeirra skoraði hann í Danmörku þar sem hann er markahæstur íslenskra leikmanna frá upphafi. Þar skoraði Kjartan tvívegis 17 mörk á einu tímabili.

Erlingur Agnarsson í leiknum gegn Val í gær þar sem …
Erlingur Agnarsson í leiknum gegn Val í gær þar sem hann skoraði þrennu. mbl.is/Óttar Geirsson

Erlingur Agnarsson skoraði sína fyrstu þrennu í deildaleik á ferlinum þegar Víkingar unnu Val 5:1. Þetta er fimmta þrenna leikmanns Víkings í efstu deild síðustu 30 árin og þær hafa allar komið frá árinu 2011. Hinar eiga Björgólfur Takefusa (2011), Óttar Magnús Karlsson (2016 og 2020) og Kristall Máni Ingason (2022).

Elfar Freyr Helgason varnarmaður úr Val lék sinn 200. leik í efstu deild hér á landi gegn Víkingi. Elfar lék 179 af þessum leikjum með Breiðabliki þar sem hann er fjórði leikjahæstur í efstu deild með Kópavogsfélaginu, og hann spilaði síðan 21 leik með Valsmönnum í deildinni í ár.

Elfar Freyr Helgason er kominn með 200 leiki í efstu …
Elfar Freyr Helgason er kominn með 200 leiki í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Muhamed Alghoul skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hann kom Keflavík yfir í jafnteflisleiknum við ÍBV í Eyjum, 1:1. Þetta var hans áttundi leikur.

Ívar Arnbro Þórhallsson markvörður KA lék sinn fyrsta leik í efstu deild gegn HK og Breki Hólm Baldursson kom inn á hjá KA í sínum fyrsta leik.

Hrannar Ingi Magnússon, Daði Berg Jónsson og Jóhann Kanfory Tjörvason léku allir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar þeir komu inn á sem varamenn hjá Víkingi gegn Val.

Gabríel Snær Hallsson kom inn á hjá Breiðabliki gegn Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í deildinni.

Úrslit­in í 27. um­ferð:
Víkingur R. - Valur 5:1
FH - KR 3:1
Fylkir - Fram 5:1
ÍBV - Keflavík 1:1
KA - HK 1:0
Breiðablik - Stjarnan 0:2

Emil Atlason náði ekki að skora fyrir Stjörnuna gegn Breiðabliki en var markakóngur deildarinnar með nokkrum yfirburðum, skoraði 17 mörk þrátt  fyrir að hafa misst af fyrstu sex umferðunum á tímabilinu. Fjórir leikmenn komu á eftir honum með 12 mörk hver, Patrick Pedersen lék fæsta leiki af þeim eða 19. 

Marka­hæst­ir í deild­inni:

17 Emil Atla­son, Stjörn­unni
12 Pat­rick Peder­sen, Val
12 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
12 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
12 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
11 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

10 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
9 Aron Jó­hanns­son, Val
9 Adam Ægir Páls­son, Val
9 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
8 Fred Sarai­va, Fram
7 Aron Elís Þrándarson, Víkingi
7 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
7 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
7 Davíð Snær Jó­hanns­son, FH
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Örvar Eggerts­son, HK
7 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
7 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Sami Kam­el, Kefla­vík
6 Klæm­int Ol­sen, Breiðabliki
6 Atli Arn­ar­son, HK
6 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
6 Sverrir Páll Hjaltested, ÍBV
6 Erlingur Agnarsson, Víkingi
6 Pétur Bjarnason, Fylki
6 Aron Jó­hanns­son, Fram
6 Arnþór Ari Atla­son, HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert