Þurfum að vera miskunnarlausir og nýta færin

Sverrir Ingi var fyrirliði Íslands í gær.
Sverrir Ingi var fyrirliði Íslands í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst þetta mjög svekkjandi eftir frábæran fyrri leik þegar við hefðum beinlínis getað gert út um leikinn miðað við færin sem við fengum og komið okkur þannig í góða stöðu fyrir seinni hálfleikinn,“  sagði Sverrir Ingi Ingason fyrirliði Íslands.

Það gekk ekki eftir og þá snerist taflið við.  „Hinsvegar þegar staðan er bara eitt-núll í fótboltaleik þarf voða lítið til að snúa leiknum og Lúxemborg fær mark í upphafi seinni hálfleiks upp úr engu.  Þá breyttist augnablikið í leiknum, þeir fara að eflast en við lendum undir smá pressu.  Við komum samt til baka síðustu tuttugu mínúturnar og náum að skapa besta færið seinni hálfleiks til að út um leiknum, sem hefði gert út um leikinn aftur en náum því ekki og það er virkilega svekkjandi,“ sagði Sverrir Ingi.   

„Við ætluðum að byrja leikinn með að fara hátt uppá völlinn og sáum að við unnum boltann á góðum stöðum þegar við pressuðum og náum að skapa okkur góð færi.  Það var hægt að nota vindinn í fyrri hálfleik og þvinga þá í að sparka boltanum fram en hann fór ekkert mjög langt.  Svo nota þeir sömu taktík gegn okkur í seinni hálfleik, skora mark og eflast við það.“ 

„Við lendum þá í því að missa smá sjálfstraust og augnablikið er hinu megin á meðan við erum þvingaðir til að gefa langar sendingar.  Fyrir  vikið verður þetta mikill barningur og veltur á hver vinnur boltann – hvort séum að komast í sókn eða að fara verjast. Það er svo ekkert mikið um færi í seinni hálfleik en ég held að við höfum fengið það besta, sem hefði dugað okkur til að ganga frá leiknum.  Nú þurfum við að nota færin okkar og vera meira miskunnarlausir.“ 

Næsti leikur er við Liechenstein og fyrirliðinn segir það verði öðruvísi leikur en í dag.  „Það er allt öðruvísi andstæðingur, þeir munu líklega fara aftar á völlinn og við þá meira með boltann í þeim leik en gerðist í dag þegar ég held að liðin hafi verið um það bil jafn mikið með boltann.  Við þurfum að nýta þann leik til að skora mörk en helst að ná í sigur því við þurfum að fara tengja saman sigra,“ bætti Sverrir Ingi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka