ÍBV fær lánsmenn frá Víkingi og HK

Bjarki Björn Gunnarsson snýr aftur til Eyja.
Bjarki Björn Gunnarsson snýr aftur til Eyja. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍBV hefur fengið tvo leikmenn lánaða frá liðum úr Bestu deildinni fyrir baráttuna í 1. deild karla í fótbolta en Eyjamenn féllu úr Bestu deildinni síðasta haust.

Miðjumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson, sem er 23 ára gamall, snýr aftur til ÍBV frá Víkingi. Hann var einnig í láni hjá Eyjamönnum í fyrra og skoraði þá eitt mark í tíu leikjum liðsins í Bestu deildinni. Bjarki var í leikmannahópi Víkings í fyrstu umferðinni á dögunum, gegn Stjörnunni, en kom ekki við sögu.

Varnarmaðurinn Eiður Atli Rúnarsson kemur til ÍBV frá HK. Eiður er 22 ára og lék 17 leiki með HK í Bestu deildinni í fyrra en hann var varamaður í fyrsta leik Kópavogsliðsins í ár, gegn KA, og kom ekki við sögu.

Eiður Atli Rúnarsson í leik með HK í fyrra.
Eiður Atli Rúnarsson í leik með HK í fyrra. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert