Viktor var bestur í annarri umferðinni

Viktor Jónsson skoraði þrjú.
Viktor Jónsson skoraði þrjú. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Viktor Jónsson sóknarmaður ÍA var besti leikmaðurinn í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Viktor fór hamförum á tíu mínútna kafla þegar ÍA vann HK, 4:0, í Kórnum á sunnudaginn og skoraði þá þrjú mörk. Þetta var hans fyrsta þrenna í efstu deild og sú fyrsta sem leikmaður ÍA skorar í deildinni í átta ár.

Þá eru sextán ár síðan leikmaður skoraði síðast þrennu á tíu mínútum í deildinni en það var danski framherjinn Iddi Alkhag sem skoraði þrennu á tíu mínútum fyrir HK í sigri á Val, 4:2, árið 2008.

Nánar er fjallað um Viktor í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið 2. umferðar í Bestu deild karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert