Hvetjandi fyrir mig að hjálpa þeim

Sandra María Jessen með boltann.
Sandra María Jessen með boltann. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er mikill leiðtogi í Akureyrarliðinu, sem annars er að miklu leyti skipað ungum heimakonum.

Sandra, sem er landsliðskona og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, kann vel við sig í því hlutverki.

„Mér finnst það rosalega skemmtilegt. Þetta er öðruvísi en að spila í atvinnumennsku. Hér er fókusinn meiri á að fá þessar stelpur með sér í lið. Mér finnst það ganga vel og það er mikill efniviður fyrir norðan.

Það er mikið af góðum leikmönnum að koma upp og starfið í yngri flokkunum á Akureyri er mjög gott og það er að skila sér inn í meistaraflokkinn,“ sagði Sandra við mbl.is og hélt áfram:

„Ungu leikmennirnir sem eru komnir upp í meistaraflokk eru með reynslu þótt þær séu ungar. Þær eru meðtækilegar fyrir upplýsingum og þær hlusta. Þær sjúga í sig allar upplýsingar sem maður gefur þeim. Það er gaman og hvetjandi fyrir mig að hjálpa þeim að verða betri.“

Þór/KA sækir Val heim í fyrsta leiknum í Bestu deild kvenna á morgun, sunnudag, en hann hefst á Hlíðarenda klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert