Ætluðum að láta hafa fyrir okkur en fórum á hælana

Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst við byrja leikinn vel þó við höfum ekki skapað okkur nóg af færum,“  sagði Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis eftir 5:1 tap fyrir ÍA á Akranesi í dag þegar leikið var í 3. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

Fylkismenn voru öflugir í byrjun en gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Skagamanna,  sem voru fastir fyrir.  Leikurinn var því jafn í fyrri hálfleik en rautt spjald á Árbæinga rétt fyrir hlé sló það aðeins útaf laginu þó þeir hefðu reynt að halda haus.

„Við vorum með tök á fyrri hálfleiknum en svo kemur rauða spjaldið hjá okkur.  Við fórum samt inn í hálfleikinn ákveðnir í að láta þá hafa fyrir þessu því staðan var ekki svo slæm en byrjum samt seinni hálfleikinn á hælunum, Skagamenn fá gott færi strax og þá fór þetta einhvern veginn hjá okkur,“  sagði fyrirliðinn og er ekkert að fara leggja árar í bát. 

„Okkur finnst þetta auðvitað mikið högg en við verðum bara að læra af þessu og verðum að svara fyrir þetta í næsta leik.  Svo er líka nóg af stigum í pottinum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka