Þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ólafur Kristjánsson tók við þjálfum kvennaliðs Þróttar úr Reykjavík í fótbolta fyrir leiktíðina þegar Englendingurinn Nik Ant­hony Cham­berlain hætti með liðið til að taka við Breiðabliki.

Þróttur mætir Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í Árbænum klukkan 19.15 í kvöld.

„Við erum mjög sátt við Óla og það hefur gengið vel,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, í samtali við mbl.is.

Hún var kornung þegar sá enski tók við liðinu og var samvinna þeirra löng og farsæl.

„Ég var mjög lengi með Nik og hann var búinn að kenna mér eiginlega allt sem ég kunni. Ég var 15 ára þegar hann byrjaði að þjálfa mig, svo þetta voru nokkuð mörg ár sem við vorum í samstarfi.

Ég er þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér, en svo er gott að fá að læra af einhverjum öðrum núna,“ útskýrði miðjumaðurinn.

„Þeir eru ólíkar týpur en þeir eru báðir ótrúlega góðir, kunna að þjálfa og vita allt um fótbolta. Óli er aðeins yfirvegaðri á hliðarlínunni á meðan Nik öskrar aðeins meira inn á völlinn,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert