Bestur í þriðju umferðinni

Ari Sigurpálsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksin …
Ari Sigurpálsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksin fyrir Víking gegn Breiðabliki. mbl.is/Óttar

Ari Sigurpálsson, kantmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var besti leikmaðurinn í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Ari átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í fyrrakvöld þegar Víkingur vann Breiðablik á sannfærandi hátt, 4:1, í síðasta leiknum í þriðju umferðinni á Víkingsvellinum.

Hann skoraði fyrsta markið á laglegan hátt eftir sendingu frá Danijel Dejan Djuric og innsiglaði síðan sigurinn með glæsilegum tilþrifum eftir langa sendingu fram völlinn frá Oliver Ekroth.

Ari er 21 árs gamall og uppalinn hjá HK í Kópavogi. Þar lék hann fyrst aðeins 16 ára gamall í efstu deild árið 2019, spilaði þá tvo leiki með HK.

Frá HK til Bologna

Um veturinn fór Ari til Ítalíu og lék með unglingaliði Bologna. Árið eftir, þá 17 ára, skoraði Ari eitt mark í átta leikjum í deildinni ásamt því að skora tvö mörk í bikarleik fyrir HK en gekk síðan alfarið til liðs við Bologna.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag ásamt úrvalsliði blaðsins úr 3. umferð deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka