„Sá versti sem ég hef séð“

Cristiano Ronaldoog Eder fagna á Stade de France í kvöld.
Cristiano Ronaldoog Eder fagna á Stade de France í kvöld. AFP

„Eder er líklega versti leikmaðurinn sem ég hef séð í Swansea-treyjunni,“ skrifar stuðningsmaður Swansea á twittersíðu sína í kvöld.

Eder er nú orðinn þjóðhetja í Portúgal eftir að hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fór á Stade de France.

Swansea keypti framherjann í byrjun síðustu leiktíðar fyrir fimm milljónir punda en ekki er hægt að segja að þessi 28 ára gamli leikmaður hafi slegið í gegn með velska liðinu. Hann kom við sögu í 15 leikjum en náði ekki að skora eitt einasta mark. Um mitt tímabil var hann lánaður til franska liðsins Lille sem samdi svo við hann til frambúðar.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 3. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 3. MAÍ

Útsláttarkeppnin
Loka