„Ég varð smá kjaftstopp þarna“

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik voru flestir bjartsýnir fyrir stórleik Íslands og Ungverjalands í C-riðli Evrópumótsins sem hefst í Ólympíuhöllinni í München klukkan 19:30.

Fjöldi stuðningsmanna landsliðsins var samankominn á Hofbrähaus í München til þess að hita sig upp fyrir leikinn.

Þaðan lá leiðin í Ólympíuhöllina í München þar sem margir Íslendingar fylgdust með Svartfjallalandi vinna Serbíu og tryggja íslenska liðinu um leið sæti í milliriðlakeppnina.

„Ég varð smá kjaftstopp þarna, ég viðurkenni það,“ sagði fasteignasalinn Svanþór Einarsson í samtali við mbl.is en flestir stuðningsmenn Íslands spá íslenskum sigri gegn Ungverjalandi.

Myndbandið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Auðunn Blöndal, Svanþór Einarsson, Himmi Gunn og Steindi Jr.
Auðunn Blöndal, Svanþór Einarsson, Himmi Gunn og Steindi Jr. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert