De Zerbi orðaður við Liverpool og Barcelona

Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, er orðaður burt frá Brighton.
Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, er orðaður burt frá Brighton. AFP/Glyn Kirk

Roberto Di Zerbi, knattspyrnustjóri enska félagsins Brighton, er ánægður hjá félaginu en viðurkennir að hann er opinn fyrir því að taka við stjórnartaumum hjá stærra félagi. Þetta kemur fram í viðtali á SkySports.

Bæði Barcelona og Liverpool leita nú að nýjum knattspyrnustjórum fyrir næsta tímabil þar sem Xavi og Jürgen Klopp hætta eftir tímabilið.

De Zerbi er ákveðinn í því að standa sig vel hjá Brighton en hann vill þó einnig taka við félagi sem er að keppast um alla stærstu titlana.

„Við viljum auðvitað skrifa nýja sögu hjá Brighton, en þegar ég heyri að stóru félögin hafa áhuga þá verð ég mjög stoltur. Ég er spenntur en í vinnunni minni er bara hægt að taka einn dag í einu. Ég mun ræða við eiganda Brighton um áætlanir hans og kannski mun ég ná að keppast um titla hér, annars bara hjá öðru félagi.“

De Zerbi tók við stjórnartaumunum í Brighton árið 2022 en liðið er nú í sjöunda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert