Öskraði í öryggisleitinni á flugvellinum

Darwin Núnez fagnar sigurmarki sínu gegn Nottingham Forest.
Darwin Núnez fagnar sigurmarki sínu gegn Nottingham Forest. AFP/Paul Ellis

„Ég horfði á þennan leik í símanum mínum þar sem ég var staddur í flugstöðinni í Innsbruck,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Darwin Núnez reyndist hetja Liverpool þegar liðið vann nauman sigur gegn Nottingham Forest í Skírisskógi í 27. umferð deildarinnar á laugardaginn en hann skoraði sigurmark leiksins á lokasekúndum leiksins.

Var að klæða sig úr úlpunni

„Ég var nýbúinn að klára innritunina og var mættur í öryggisleitina þar sem ég var að klæða mig úr úlpunni,“ sagði Bjarni.

„Þá skorar Núnez og ég öskraði ósjálfrátt. Öryggisverðirnir komu strax til mín og áminntu mig. Það er stranglega bannað að öskra í röðinni sögðu þeir við mig en ég réð ekki við mig,“ sagði Bjarni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert