Arnar um Gylfa Þór: Ekkert launungarmál

Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við reyndum mjög mikið að fá hann og það er ekkert launungarmál,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælast þjálfari landsins undanfarinn ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Hissa þegar leikmenn velja ekki Víking

Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Val á dögunum en Víkingar höfðu einnig mikinn áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn.

„Persónulega er ég alltaf mjög hissa þegar leikmenn velja ekki Víking,“ sagði Arnar.

„Það geta samt verið margar ástæður fyrir því af hverju fólk velur ekki Víking en við misstum af Gylfa og það er bara áfram gakk,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert