Veit í hjarta mínu að Emiliano er enn á lífi

Emiliano Sala er víða minnst.
Emiliano Sala er víða minnst. AFP

Romina, systir argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala, sem hefur verið saknað síðan á mánudagskvöld, biðlar til yfirvalda að halda áfram leitinni að bróður hennar og flugmanninum.

„Ég veit í hjarta mínu að Emiliano er enn á lífi. Við skiljum fyrirhöfnina en í guðanna bænum ekki hætta leitinni. Við teljum þá vera á lífi.

Það er erfitt að tjá tilfinningar okkar núna vegna þess að allt er mjög erfitt. Emiliano er baráttumaður. Það eru komnir þrír dagar og ég hef enn von um að þeir séu á lífi,“ sagði Romina á fréttamannafundi í Cardiff í dag.

Í yfirlýsingu frá Tan Sri Vincent Tan eiganda Cardiff sem birtist á heimasíðu félagsins segir:

„Fregnirnar á mánudaginn voru mikið áfall fyrir alla hjá Cardiff. Við hlökkuðum til gefa Emiliano tækifæri á að taka næsta skref í lífinu og ferlinum. Þeir sem hittu Emiliano lýstu honum sem auðmjúkum ungum manni sem var tilbúinn að láta að sér kveða í ensku úrvalsdeildinni.

Viðbrögðin frá fótboltasamfélaginu hafa snert við okkur og við þökkum þeim sem hafa sent skilaboð með stuðningi. Við þökkum einnig öllum þeim hafa tekið þátt í leitinni og björgunarstörfunum og við munum halda áfram að biðja fyrir Emiliano, David Ibbotson og fjölskyldum þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert