Miðvörðurinn með markanefið

Sverrir Ingi Ingason í leik Íslands og Króatíu á HM …
Sverrir Ingi Ingason í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu og miðvörður gríska meistaraliðsins PAOK frá Thessaloniki, komst í fámennan flokk íslenskra fótboltamanna í fyrrakvöld.

Þá skoraði hann mark PAOK í toppslagnum gegn Olympiacos, kom sínum mönnum yfir eftir hálftíma leik, en liðin skildu að lokum jöfn, 1:1.

Þetta var fyrsta mark Sverris í grísku úrvalsdeildinni en hann hefur nú náð að festa sig í sessi hjá PAOK og spilað sex síðustu leiki liðsins í deildinni. Fram að því hafði hann setið nær óslitið á varamannabekknum frá því PAOK keypti hann af Rostov í Rússlandi í janúar.

Með þessu marki hefur Sverrir jafnframt náð að skora mark eða mörk í deildakeppni sex landa og aðeins þrír íslenskir knattspyrnumenn hafa gert betur. Alls hafa nú sjö Íslendingar skorað mörk í deildakeppni sex eða fleiri landa og Sverrir er sá eini þeirra sem hefur spilað allan sinn feril sem varnarmaður.

Sjá greinina í heild í Morgunblaðinu í dag þar sem farið er yfir feril Sverris og þá sex aðra leikmenn sem hafa skorað mörk í sex löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka