Messi og Ronaldo mætast í Meistaradeildinni

Chelsea sigraði í keppninni á síðasta tímabili.
Chelsea sigraði í keppninni á síðasta tímabili. AFP

Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í dag og munu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast. 

Messi leikur með París Saint-Germain og Ronaldo með Manchester United. Atlético Madríd og Bayern München drógust saman sem er ein áhugaverðasta viðureignin í 16-liða úrslitum. 

Núverandi Evrópumeistarar í Chelsea leika gegn Lille. Tvö lið unnu alla leiki sína í riðlakeppninni Ajax og Liverpool. Ajax dróst á móti Inter Milan en Liverpool fer til Austurríkis og mætir Salzburg. 

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum: 

Benfica - Real Madríd
Villareal - Manchester City
Atlético Madríd - Bayern München
Salzburg - Liverpool
Inter Mílanó -  Ajax
Sporting Lissabon - Juventus
Chelsea - Lille
París Saint-Germain - Manchester United

Þessi lið unnu riðlana og voru í efri styrkleikaflokknum: 

Manchester City, Liverpool, Ajax, Real Madríd, Bayern München, Manchester United, Lyon, og Juventus.

Þessi höfnuðu í öðru sæti í riðlunum og eru í neðri styrkleikaflokknum: 

París Saint-Germain, Atlético Madríd, Sporting Lissabon, Inter Mílanó, Benfica, Villareal, Salzburg og Chelsea.

Uppfært:
Vegna mistaka í drættinum þarf að endurtaka hann klukkan 14.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert