Arsenal féll úr leik í München

Joshua Kimmich fagnar sigurmarkinu.
Joshua Kimmich fagnar sigurmarkinu. AFP/Odd Andersen

Bayern München er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1:0-heimasigur á Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Liðin skildu jöfn, 2:2, í fyrri leiknum og vann Bayern einvígið því 3:2. 

Lítið var um opin færi í frekar lokuðum fyrri hálfleik en Gabriel Martinelli fékk besta færið fyrir Arsenal á 31. mínútu er hann skaut beint á Manuel Neuer úr góðu færi í teignum. Hinum megin skaut Jamal Musiala af 20 metra færi og David Raya í marki Arsenal sló boltann fá.

AFP/Odd Andersen

Strax í upphafi seinni hálfleiks voru Bæjarar í tvígang nálægt því að skora fyrsta markið. Fyrst átti Leon Goretzka skalla í stöng og í kjölfarið barst boltinn á Raphaël Guerreiro sem skaut í varnarmann og í stöngina og Arsenal-menn sluppu með skrekkinn.

Arsenal-menn sluppu ekki eins vel á 63. mínútu er bakvörðurinn Joshua Kimmich skoraði fyrsta markið með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Guerreiro frá vinstri.  

Bayern-menn vörðust gríðarlega vel eftir markið, gáfu engin færi á sér og hinum megin lögðu þeir lítið kapp á að bæta við marki. Sigldi þýska liðið því sigrinum örugglega í höfn og fer áfram í undanúrslitin í fyrsta skipti frá árinu 2020, er liðið varð meistari.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Joshua Kimmich með boltann í kvöld. Gabriel Martinelli eltir hann.
Joshua Kimmich með boltann í kvöld. Gabriel Martinelli eltir hann. AFP/Odd Andersen
Bayern München 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Jamal Musiala (Bayern München) á skot sem er varið Laust skot úr teignum eftir hættulega skyndisókn. Illa farið með gott tækifæri til að klára þetta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert