Frammistaða dómarans stórslys

Xavi var ekki skemmt í gærkvöldi.
Xavi var ekki skemmt í gærkvöldi. AFP/Franck Fife

Spænski knattspyrnustjórinn Xavi missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald er Barcelona féll úr leik gegn París SG í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.

Barcelona tapaði þá á heimavelli gegn franska liðinu, 1:4, en Ronald Araújo fékk beint rautt spjald í stöðunni 1:0 fyrir Barcelona. Tíu Börsungar fengu svo á sig fjögur mörk.

„Dómarinn var mjög slakur. Ég sagði honum að frammistaðan hafi verið stórslys. Ég vil yfirleitt ekki tala um dómarana, en þetta hafði mikil áhrif á tímabilið okkar.

Við erum mjög reiðir því rauða spjaldið skipti sköpum. Við vorum í góðri stöðu og að spila vel. Það er of mikið að henda rauðu spjaldi á loft á þessu augnabliki og tímabilið er ónýtt vegna þessa,“ sagði Xavi við Movistar Plus eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert