Araujo neitar að tjá sig um gagnrýni Gundogan

Bradley Barcola fellur eftir viðskipti við Ronald Araujo
Bradley Barcola fellur eftir viðskipti við Ronald Araujo AFP/Josep Lago

Úrúgvæinn Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, neitaði að svaraði liðsfélaga sínum. Ilkay Gundogan, í kjölfar þess að Þjóðverjinn gagnrýndi varnarmanninn eftir tapið gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á þriðjudag.

Gundogan gagnrýndi Araujo fyrir að hafa fengið rautt spjald í fyrri hálfleik þegar Barcelona var 1:0 yfir og ýjaði að því að Úrúgvæinn hafi tekið ranga ákvörðun þegar hann reyndi að stöðva Bradley Bacola, sóknarmann Parísarliðsins, í stað þess að hleypa Bacola í gegn og leyfa markverðinum Marc Andre ter Stegen að takast á við færið.


Araujo bað stuðningsmenn Barcelona afsökunar í Instagram færslu eftir leikinn en aðspurður hvort ummæli Gundogan hefðu særst hann sagði varnarmaðurinn „Ég kýs að halda mínum skoðunum fyrir sjálfan mig. Ég hef ákveðin gildi og reglur sem ber að virða“

Þjálfari Barcelona, goðsögnin Xavi, fékk einnig rautt spjald fyrir óhófleg mótmæli en PSG gekk á lagið manni fleiri, sigraði 4:1 og fór örugglega áfram í undanúrslit þar sem liðið mætir Borussia Dortmund.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert