De Rossi stýrir Roma áfram

Lorenzo Pellegrini fagnar með Daniele De Rossi
Lorenzo Pellegrini fagnar með Daniele De Rossi AFP/ Tiziana Fabi

Roma hefur staðfest að Daniele De Rossi verði knattspyrnustjóri liðsins á næsta tímabili. De Rossi var upphaflega ráðinn til loka tímabilsins eftir að Jose Mourinho var sagt upp störfum í janúar.

Undir stjórn De Rossi hefur Roma klifrað úr 9. sæti upp í það 5. eftir sex sigra í fyrstu sjö leikjum hans við stjórnvölinn. De Rossi lék 616 leiki fyrir Roma frá 2001 til 2019 og vann ítölsku bikarkeppnina tvívegis.

Félagið hefur ekki gefið út hversu langur nýr samningur De Rossi er en í yfirlýsingu félagsins kemur fram að samningurinn sé út næsta tímabil og um ótilgreinda framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert