Fyrsta tap Barcelona á heimavelli síðan 2019

Catarina Macario og Patricia Guijarro í baráttu um boltann í …
Catarina Macario og Patricia Guijarro í baráttu um boltann í dag. AFP/Pau Barrena

Chelsea vann Barcelona, 1:0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeild kvenna í fótbolta í dag á útivelli. Þetta var fyrsta tap Barcelona á heimavelli í rúmlega fimm ár.

Erin Cuthbert, fyrirliði Chelsea í fjarveru Millie Bright og Sam Kerr, kom Chelsea yfir á 40. mínútu eftir frábæran undirbúning hjá þýsku landsliðskonunni, Sjoeke Nüsken.

Stuttu eftir markið var dæmd vítaspyrna eftir að boltinn fór í handlegginn á Kadeisha Buchanan inn í vítateig Chelsea en hún var tekin til baka vegna rangstöðu í uppbyggingu sóknarinnar.

Undir lok leiks fékk svo Alexia Putellas dauðafæri en skaut framhjá aðeins nokkrum metrum frá markinu.

Þetta var fyrsti leikur Barcelona í tvö ár þar sem liðið hefur ekki skorað í leik en liðið náði ekki einu skoti á markið í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka