Íslendingurinn sá yngsti í 15 ár í Danmörku

Orri Steinn Óskarsson fagnar gegn AGF.
Orri Steinn Óskarsson fagnar gegn AGF. Ljósmynd/Köbenhavn

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson er yngsti leikmaður til þess að skora þrennu í dönsku úrvalsdeildinni í 15 ár.

Það er danski miðillinn Tipsbladet sem greinir frá þessu en Orri Steinn, sem er 19 ára gamall, skoraði þrennu fyrir Köbenhavn gegn AGF í 3:2-sigri Köbenhavn á sunnudaginn síðasta.

Orri Steinn var 19 ára og 243 daga gamall þegar hann skoraði þrennuna en hann er jafnframt fyrsti leikmaður síðan 2021 sem skorar þrennu í deildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Orri Steinn hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann fékk meðal annars 10 í einkunn hjá Bold.dk fyrir frammistöðuna gegn AGF og er í liði umferðarinnar hjá öllum helstu miðlum Danmerkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert