Kristrún keppti í sprettgöngunni

Kristrún Guðnadóttir.
Kristrún Guðnadóttir. Ljósmynd/SKÍ

Kristrún Guðnadóttir keppti í dag í undanrásunum í sprettgöngu kvenna á vetrarólympíuleikunum í Peking.

Kristrún var með rásnúmer 71 af 91 keppanda í greininni en fyrstu 30 tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Hún var í 67. sæti þegar gangan var hálfnuð, hafði þá lyft sér upp um fjögur sæti, en var í 69. sæti þegar hún kom í mark á 3:49,59 mínútum.

Kristrún endaði að lokum í 74. sæti í greininni.

Jonna Sundling frá Svíþjóð náði langbesta tímanum en hún fór brautina á 3:09,03 mínútum og var tæpum sex sekúndum á undan Rosie Brennan frá Bandaríkjunum sem fékk tímann 3:14,83 mínútur.

Sprettganga karla hefst klukkan 8.45 og þar er Isak Stianson Pedersen á meðal keppenda. Hann er með rásnúmer 61 af 90 keppendum og fer af stað klukkan 9.00.15, eða fimmtán sekúndur yfir níu að íslenskum tíma.

Jonna Sundling fékk langbesta tímann.
Jonna Sundling fékk langbesta tímann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka