Rússar og Hvítrússar fá að keppa á HM

Daria Bilodid frá Úkraínu hefur dregið sig úr keppni á …
Daria Bilodid frá Úkraínu hefur dregið sig úr keppni á HM ásamt samherjum sínum í úkraínska júdólandsliðinu. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu í júdó sem hefst í Doha í Katar í næstu viku. 

Þeir mega mæta til leiks undir hlutlausum fána en ekki sem keppendur þjóða sinna vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Úkraínumenn eru afar óhressir með þessa niðurstöðu og hafa fyrir vikið hætt við þátttöku á heimsmeistaramótinu.

„Við biðum eftir niðurstöðu og vonuðumst eftir því að heilbrigð skynsemi fengi að ráða. En því miður unnu rússnesku rúblurnar," sagði Vitaly Dobrova, fyrirliði júdólandsliðs Úkraínu, við fréttamiðilinn Tribuna.

Margar þjóðir velta fyrir sér hvort þær eigi að draga lið sín úr keppni. Kristiina Pekkola, forseti sænska júdósambandsins, sagði við Aftonbladet í dag að Norðurlandaþjóðirnar ynnu mjög náið saman og myndu ræða málin í kvöld þegar allir væru mættir til Doha.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka