Barcelona sektað vegna fordóma og flugelda

Stuðningsfólk Barcelona á leiknum í París.
Stuðningsfólk Barcelona á leiknum í París. AFP/Miguel Medina

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Barcelona vegna framkomu stuðningsmanna félagsins á útileiknum gegn París SG í Meistaradeildinni í fótbolta í síðustu viku.

Þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma auk þess sem kveikt var í flugeldum og skemmdir unnar á Parc des Princes, heimavelli PSG.

Sektin nemur 32 þúsund evrum, eða tæpum fimm milljónum íslenskra króna. Barcelona vann leikinn í París, 3:2, en féll síðan úr keppni í fyrrakvöld þegar franska félagið vann seinni leikinn á Spáni, 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert