Tekur smá tíma að komast í gírinn

Sigfús Páll Sigfússon.
Sigfús Páll Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Leikstjórnandinn, Sigfús Páll Sigfússon, lék sinn annan leik fyrir Fjölni í Olís-deildinni í kvöld þegar liðið fékk skell 36:20 gegn ÍR í Austurbergi. 

„Við byrjuðum leikinn ágætlega og þetta var jafnt til að byrja með. Við fengum vítaköst og þeir fengu brottvísanir en við bara nýttum okkur ekki yfirtöluna. Einnig gekk flest upp hjá ÍR-ingum í dag. Þeir spiluðu vel og erfitt að eiga við þá,“ sagði Sigfús þegar mbl.is ræddi við hann en nokkuð er síðan Sigfús spilaði síðast á Íslandsmótinu. Hann dvaldi um tíma í Japan og spilaði þar en tók sér frí í fyrra vegna veikinda en var í þjálfarateymi Fjölnis. 

„Það er bara áskorun að spila aftur í deildinni og er eitthvað sem ég haf bara gaman að. Það virðist ætla að taka smá tíma fyrir mig að komast aftur í gírinn því mér finnst ég ekki vera orðinn 100%. Síðustu vikur hef ég alla vega getað æft almennilega,“ sagði Sigfús ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert