Færeyingarnir sömdu á ný við KA

Áki Egilsnes og Allan Nordberg ásamt Haddi Stefánssyni formanni handknattleiksdeildar …
Áki Egilsnes og Allan Nordberg ásamt Haddi Stefánssyni formanni handknattleiksdeildar KA. Ljósmynd/KA

Færeysku handknattleiksmennirnir Áki Egilsnes og Allan Nordberg hafa skrifað undir nýja samninga við KA um að leika áfram með félaginu næstu tvö árin.

Áki er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og er á sínu þriðja tímabili með KA. Hann var markahæsti leikmaður liðsins í 1. deild á fyrsta tímabilinu og þriðji markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar síðasta vetur. Hann hefur glímt við meiðsli í vetur og aðeins náð að leika 10 leiki af 19 í deildinni, þar sem hann hefur skorað 47 mörk, en kom öflugur inn í liðið á ný í síðasta leik. 

Allan er 25 ára gamall, leikur sem hægri hornamaður og spilar sitt annað tímabil með KA. Hann hefur leikið 18 af 19 leikjum liðsins í deildinni í vetur og skorað 42 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert