Áttum mjög lélegan leik

Elias Ellefsen á Skipagötu hlýðir á þjálfara sinn í kvöld.
Elias Ellefsen á Skipagötu hlýðir á þjálfara sinn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að við höfum átt mjög lélegan leik,“ sagði Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagötu, leikmaður þýska liðsins Kiel þar sem hann er að gera góða hluti en spilaði nú að mestu bara í fyrri hálfleik þegar Ísland vann Færeyjar 39:24 í æfingaleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. 

Hann var ekki sáttur við sína menn en segir þó liðið vera að þróa sinn leik.  

„Við spiluðum vel í eitthvað um tuttugu mínútur en gerðum þá mörg heimskuleg mistök og Ísland komst yfir, eftir það var allt versnandi.  Við erum samt að reyna og það sást í leiknum að við prófuðum margt nýtt en á morgun vonumst við til að spila betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert