Ég naut þess í botn

Einar Þorsteinn syngur þjóðsönginn með liðsfélögum sínum.
Einar Þorsteinn syngur þjóðsönginn með liðsfélögum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var eitthvað stressaður yfir að spila leikinn en maður finnur ekki fyrir því þegar komið er inná völlinn, sem er ágætt,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson, sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Færeyjum í kvöld og var nálægt því að skora sitt fyrsta mark.

„Mér fannst ógeðslega gaman að fá að spila með strákunum og naut þess í botn.  Mér fannst þetta bara góður sigur en auðvitað beið maður eftir að komast inná og mig langaði að stela boltanum til að skora fyrsta markið en það verður bara að gerast í næsta leik. 

Ég var nálægt því og vildi fá víti en svona er þetta bara,“ bætti Einar Þorsteinn en eins og margir vita er hann sonur handboltagoðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar, sem fylgdist með í stúkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert