Margt gott og eitthvað þarf að bæta

Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst þetta bara ágætt, alveg fínt, margt gott og eitthvað hægt að bæta,“ sagði Ómar Ingi Magnússon eftir 39:24 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld.  

„Við prófuðum ekkert mikið nýtt, breyttum smá hlutum en þetta var bara fínn leikur. Í næsta leik verður það sama en við viljum bæta okkur á hverjum degi. 

Færeyingarnir hvíldu nokkra í dag en á morgun í seinni leiknum, held ég að þeir mæti öflugri þó þeir hafi verið flottir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir voru mjög góðir.“

Að loknum þessum vináttuleikjum við Færeyjar mun íslenska liðið mæta Austurríkismönnum tvívegis í æfingaleikjum ytra áður en alvaran hefst á EM2024 12. Janúar á næsta ári. „Við nýtum tímann vel og nýtum líka alla æfingaleiki. 

Við viljum bara bæta okkur og það er bara smáatriðabreytingar. Það var góður grunnur fyrir og við erum bara að bæta hann,“ bætti Ómar Ingi við.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert