Þarf að fínpússa litla hluti

Elliði Snær skorar eitt tíu marka sinna í kvöld.
Elliði Snær skorar eitt tíu marka sinna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst lokaniðurstaðan ótrúlega góð en samt á hreinu að við eigum nóg inni,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, sem markahæstur með 10 mörk í 39:24 sigri Íslands á Færeyjum þegar liðin áttust við í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld.

Línumaðurinn var sáttur við margt, sem verið er að taka fyrir. „Við vitum að þetta er bara handbolti en ætlum að keyra upp hraðaupphlaupin og halda pressunni aðeins lengur.  Eins og sást í dag þá við að taka aðra bylgjuna og jafnvel þá þriðju í einni sókn þegar við getum farið að við skipta leikmönnum útaf.  Hins vegar erum við  fljótir að skipta inná og gerum það vel.  Við erum líka að prófa nýja hluti.  Misstum Færeyingar fram úr okkur þegar við vorum að prófa fimm-einn vörn, sem við höfum æft lítið, en erum samt að láta vaða í þessum leikjum.“

„Okkur gekk betur í sókninni en vörninni í dag en Viktor í markinu var frábær en við eigum nóg að laga í varnarleiknum.   Það er ekkert stórmál sem þarf að laga í okkar leik, litlir hlutir sem við þurfum að fínpússa og ég hef engar áhyggjur yfir því að við verðum ekki búnir að því fyrir stóra verkefnið í janúar,“ bætti Elliði Snær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert